Mbl. vill sprengja meirihlutann í Rvk.

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag er fjallað um áramótagrein Geirs Haarde forsætisráðherra.En Geir ræðir í greininni  myndun ríkisstjórnar með Samfylkingu eftir kosningar og hvers vegna ekki  hafi verið mynduð stjórn með Vinstri grænum.Styrmir Gunnnarsson ritstjóri Mbl. barðist hatrammlega fyrir því eftir kosningar,að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með VG og hefur Styrmir aldrei almennilega sætt sig við núverandi rikisstjórn. Þeir Guðmundur Ólafsson og Sigurður G. Tómasson á Útvarpi Sögu segja,að í rauninni sé Styrmir foringi stjórnarandstöðunnar.

Í Reykjavíkurbréfi  í dag segir Mbl. ( Styrmir) að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að mynda meirihluta með VG í borgarstjórn Reykjavíkur og sprengja meirihlutann sem nú er við völd. Ef slíkt tækist gæti það orðið upphafið að samstarfi Sjálfstæðisflokksins og VG  á landsvisu.Mbl.  er sem sagt enn að berjast fyrir samstarfi við VG. Blaðinu liggur í léttu rúmi þó málefnalegur  ágreiningur sé mikill milli íhalds og VG. Aðalatriðið er að koma Samfylkingunni frá völdum og VG til valda. Málefnin skipta engu máli í því sambandi.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þarf formaður sjálfstæðisflokksins að afsaka það sérstaklega fyrir Mogganum að ekki var mynduð stjórn Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna í vor?

Ég ætla að hugleiða þetta atriði vel, en skil þetta engan veginn núna.

Jón Halldór Guðmundsson, 12.1.2008 kl. 02:27

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Það eru til aðferðir til þess. T.d. má bjóða allar veiðiheimildir upp. Einnig  má úthluta upp á nýtt,þannig að allir bátseigendur fengju kvóta en ekki aðeins útvaldir eins og var í núverandi kerfi.Til þess að breyta kerfinu á framangreindan hátt yrði að draga veiðiheimildir inn á ákveðnu tímabili.Að lokum er hugsanlegt að  fara úr kvótakerfi yfir í sóknardagakerfi. Þá mætti  veiða þorsk og aðrar tilteknar tegundir í ákveðinn dagafjölda  og ótakmarkaðað magn á þeim dögum.Slíkt kerfi tíðkast í Færeyjum. Það eru ýmsar leiðir til en aðalatriðið er að mismuna ekki borgurunum.Það er ekki unnt að banna sumum,sem eiga báta,að veiða fisk. Það er brot á stjórnarskránni og mannaréttindaákvæðum Sþ.

Kveðja   BG

Björgvin Guðmundsson, 12.1.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband