Mánudagur, 14. janúar 2008
Á hverju stendur,Jóhanna?
Allra augu mæna nú til Jóhönnu Sigurðardóttur,félags-og tryggingamálaráðherra.Menn bíða þess að sjá hvað hún ætlar að gera í lífeyrismálum aldraðra.Hún hefur ekkert gert enn. Hún tók við lífeyristryggingum almannatrygginga og yfirstjórn Tryggingastofnunar um síðustu áramót.En hún var byrjuð að undirbúa þá yfirtöku fyrir áramót og búin að skipa nefndir og starfshópa til þess að fjalla um þessi mál löngu fyrir áramót. En ekkert hefur samt gerst nema birting yfirlýsingar um að eitthvað verði gert til þess að draga úr tekjutengingum á þessu ári.
Hvað dvelur orminn langa?
Hvað dvelur orminn langa?Eftir hverju bíður Jóhanna? Er hún að bíða eftir að fá grænt ljós frá íhaldinu? Ríkisstjórnin er fjölskipað stjórnvald. Hver ráðherra ræður sínum málaflokki. Það þýðir því ekki af afsaka sig með því að það standi á Sjálfstæðisflokknum.Jóhanna verður að leggja fram sínar tillögur um hækkun á lífeyri aldraðra.Hún hefur flutt slíkar tillögur mörg undanfarin ár,þar á meðal um afkomutryggingu aldraðra. Allar athuganir og tillögur eru því tilbúnar. Nú vantar bara viljann og kjarkinn.
Leiðréttingar má gera í áföngum
Jóhanna getur strax lagt fram tillögur um afkomutryggingu aldraðra, um að lífeyrir aldraðra hækki sjálfvirkt í samræmi við breytingar á framfærslukostnaði eða neyslukostnaði, t.d. í samræmi við neyslukönnun Hagstofu Íslands. Leiðréttingar má gera í áföngum,þannig að aukin útgjöld dreifist á ákveðinn tíma.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Facebook
Athugasemdir
Sæll heiðursmaður.
Þó ég búi norðan heiða þá fékk ég nokkuð greinagóðar upplýsingar frá þingmönnum og ráðherrum sem hér fóru um að þessar ágætis breytingar sem þú nefnir og gott að rifja upp, daglega - séu að sjá dagsins ljós. Nú tala ég í klukkustundum ekki dögum.
kv
Gísli Baldvinsson
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 18:56
Sæll Björgvin
Þér og lesendum þínum til fróðleiks, má ég til með að vísa á meðfylgjandi slóð: http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3598
Þar má lesa nákvæmar tímasetningar og kostnaðarmat þeirra aðgerða sem þegar hafa verið ákveðnar til að bæta kjör lífeyrisþegar, allt tillögur byggðar á nefnd sem félagsmálaráðherra skipaði sl. haust.
Umrædd nefnd er reyndar enn að störfum og er ætlað enn frekara hlutverk við umbreytingu almannatrygginga á Íslandi í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar, sbr. meðfylgjandi frétt á síðu félags- og tryggingarmálaráðuneytis:
http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3479
Þá má ég einnig til með að árétta að þó ríkisstjórn sé fjölskipað stjórnvald, þá vinna ráðherrar eftir fjárlögum, samþykktum af Alþingi. Vilji einstakra ráðherra er því ekki alltaf, allt sem þarf.
Með kveðju,
Hrannar Björn
Hrannar Björn Arnarsson, 14.1.2008 kl. 19:27
Ef þessi ríkisstjórn á að lifa áfram þá bætir ekki Björgvin að vekja upp gamla kratadrauga frá Alþýðuflokknum heitnum. Ég átta mig ekki alveg á hvaða tilgangi það þjónar að reyna að æsa upp samfylkingarfólk gegn "íhaldinu" eins og þú kallar það. Ef það tekst að vekja upp hinn alræmda kratadraug með ósættisfjanda þar sem menn vega úr launsátri með því að gera sjálfstæðismenn að einhverjum óvinum þá er voðinn vís.
Calvín, 14.1.2008 kl. 23:50
„Þjóðarskútan“ er gamalt og þungt skip í vöfum og verður ekki snúið 180 gráður nema með miklum tilfæringum. En óskandi er að skútan komist á gott skrið fljótlega rétt eins og írska vandræðaskipið sem keypt var í óþökk Grímseyinga, dubbað upp og nefnt Sæfari eftir eldri ferju. Mosa vegna má nýja ferjan nefnast Seinfari. Kannski það heiti eigi ekki síður við gömlu þjóðarskútuna.
En vonandi fer að fæðast hjá ríkisstjórninni ofursmá mús þar sem málefni eldri borgara varðar.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 15.1.2008 kl. 08:09
Sæll Hrannar Björn!
Þakka þér þínar athugasemdir. Ég fór inn á fréttatilkynningu nr. 3598 og sá,að þar var fjallað um yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5.desember sl. Ég gat um þessa yfirlýsingu í bloggi mínu þegar ég sagði,að birt hefði verið yfirlýsing um að eitthvað yrði gert til þess að draga úr tekjutengingum á þessu ári
.Ég hefi 2 athugasemdir að gera við yfirlýsinguna frá 5.desember sl.: 1) Þar eru boðaðar aðgerðir,sem taka gildi eftir langan tíma. Engar aðgerðir hafa enn tekið gildi. 2) Þar eru eingöngu boðaðar aðgerðir fyrir þá eldri borgara,sem eru á vinnumarkaði. Engar kjarabætur hafa verið ákveðnar fyrir þá,sem hættir eru að vinna en það er mikill meirihluti ellilífeyrisþega og þeir sem eru í mestri þörfinni fyrir kjarabætur. Það hafa ekki allir eldri borgarar heilsu til þess að fara út að vinna.
Ég veit,að félagsmálaráðherra og ríkisstjórnin lítur á yfirlýsinguna frá 5.desember sem fyrsta skref. En ég hefði viljað að fyrsta skrefið væri hækkun lífeyris aldraðra og síðan eða samhliða hefði verið dregið úr tekjutengingum.
Með kveðju
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 15.1.2008 kl. 10:42
Sæll Calvin!
Þó kosningaloforðin séu rifjuð upp og óskað eftir að þau verði efnd er það ekki barátta gegn Sjálfstæðisflokknum eða íhaldinu.Og ef efndir kosningaloforða vekja upp minningar um Alþýðuflokkinn eða kratadrauga eins og þú orðar það þá er það í góðu lagi. Ég tel,að það sé alger forsenda fyrir því að ríkisstjórnin lifi,að hún efni hin stóru loforð,sem hún gaf eldri borgurum fyrir síðustu kosningar.Samfylkingin fékk fylgi sitt að verulegu leyti vegna loforða um að bæta hag eldri borgara,öryrkja og barna.Sjálfstæðisflokkurinn lofaði einnig að bæta kjör eldri borgara. Samfylkingin hefur þegar byrjað að bæta hag barna. en ekkert hefur enn verið gert til þess að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja.
Með kveðju
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 15.1.2008 kl. 11:45
Sæll Björgvin.
Rétt er það að enn hafa umræddar aðgerðir ekki komið til framkvæmda, en það er beinlínis rangt að ekkert hafi verið gert. Kjarabæturnar hafa verið samþykktar og fjármagn tryggt - framkvæmdin ein er eftir.
Þá er það einnig rangt að umræddar aðgerðir snerti aðeins þá aldraða sem eru á vinnumarkaði. Reyndar er það svo að 4 af þeim 5 liðum sem aðgerðirnar taka til eru ekki háðir atvinnuþáttöku viðkomandi og 3/5 hlutar fyrirhugaðs fjármagns til aðgerðanna renna til þeirra þátta.
Til að lesendum síðunnar sé þetta ljóst leyfi ég mér að birta hér yfirlit yfir fyrirhugaðar aðgerðir ásamt áætluðum kostnaði - breiðletraði textinn er ekki tengdur atvinnuþáttöku viðkomandi lifeyrisþegar:
Með kveðju,
Hrannar Björn
Hrannar Björn Arnarsson, 15.1.2008 kl. 13:52
Sæll aftur Hrannar Björn!
Það er túlkunaratriði hvort eitthvað hafi verið gert eða ekki. Ég miða við gildistíma aðgerða,þ.e. ég miða við það að kjarabætur komi til framkvæmda en ekki yfirlýsingu um að gera eigi eitthvað eftir marga mánuði. Én það er ekki aðalatriðið heldur hitt,að ég tel hér byrjað á öfugum enda. Ég tel að byrja hefði átt á að hækka lífeyri aldraðra frá almannatryggingum.Ég tel að byrja eigi á ráðstöfunum sem koma öllum eldri borgurum til góða.
Með kveðju
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 15.1.2008 kl. 14:18
Mér finnst, eins og Björgvin að meira þurfi að gera og ég vil sjá meiri kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja en þegar hafa verið kynntar.
Hins vegar verð ég að segja að þetta atriði að viðurkenna að einstaklingu eigi sinn sinn rétt á almennum bótum frá Tryggingunum er jafnræðismál sem allir ættu að geta sætt sig við. Að tekjulágt fólk eigi ekki rétt og þurfi alfarið að vera fjárhagslega háð sínum maka, það er ekki jafnrétti.
Eins er þetta með dagpeninga vistmanna. Þessir aurar duga varla fyrir fatnaði og annarri persónulegri neyslu vistmanna og ég hef heyrt um fólk sem er inniliggjandi á sjúkrastofnun, sem svíður það að geta ekki gefið baranbörnum jólagjöf.
Þannig að ég held að við getum sagt að þessi fyrstu skref Jóhönnu og ríkisstjórnarinnar, séu góð skref í jafréttisátt.
opinbe
Jón Halldór Guðmundsson, 15.1.2008 kl. 23:20
Sæll Björgvin,
Það sem ég átti við er að "kratar" tileinkuðu sér þann leiða sið að níða niður skóginn á eigin liðsmönnum oft með óvönduðum vinnubrögðum. Góðum jafnaðarmönnum eins og Jóhönnu skal þakka það sem vel er gert og þeir hvattir til frekari dáða. Þú veist það eins vel og ég Björgvin að Jóhanna hefur alltaf talað frá hjartanu og dugnaður hennar ávinnur henni verðskulduga virðingu. Þess vegna finnst mér ósanngjarnt að slá fram yfirlýsingum eins og "ekkert hefur verið gert" og tala um svik. Ég trúi því að manneskja eins og Jóhanna muni ekki una sér hvíldar í ráðherratíð hennar til að bæta kjör aldraðra og öryrkja og vona að í þeirri baráttu njóti hún liðsinnis manna eins og þín.
Kær kveðja,
Calvín
Calvín, 16.1.2008 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.