Verkföll í undirbúningi

Starfsgreinasambandið  hefur nú hafið undirbúning verkfalla.Það eru tvær ástæður fyrir því. Aðalástæðan er sú,að  ríkisstjórnin með stuðningi vinnuveitenda hafnaði ósk verkalýðshreyfingarinnar um sérstakan skattafslátt fyrir þá lægst launuðu. Það var búið að leggja mikla vinnu í heildarsamninga  til langs tíma sem m.a. byggðust á sérstökum skattafslætti fyrir láglaunafólk. Það hef'i verið skynsamlegt að semja á þeim nótum. En vinnuveitendur ráku harðan áróður gegn slíkum samningum og drápu sérstakan skattafslátt. Hin ástæðan fyrir því að Starfsgreinasamnandið undirbýr nú verkföll er sú,að himinn og haf greinir að sjónarmið  aðila varðandi samningslengd. Vinnuveitendur vilja semja til langs tíma en Starfsgreinasambangið vill semja til stutts tíma. Verðbólga er það mikil og svo mikil óvissa  í efnahagsmálum að verkalýðshreyfingin þorir ekki að semja til langs tíma. Ef sérstakur skattafasláttur hefði náð fram að ganga hefði verkalýðshreyfingin getað sætt sig við hóflegar kauphækkanir. En nú verða verkalýðsfélögin að knýja fram verulegar kauphækkanir.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað með það þó verkföll séu undirbúinn. Það vita allir að það hefur engin efni á verkfalli. Allar klær út til að fá aukavinnu. Yfirdrátturinn, VISA, íbúðarlán og allt í botni. Atvinnurekendur vita að þó að verkfall skelli á þá verður það ekki langvinnt, launþegar koma allir skríðandi til baka efir ca eina viku án launa og taka það sem þeim býðst.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 11:59

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll!

Þú ert of ungur til þess að skilja,að  verkalýðshreyfingin getur þurft að beita verkfallsvopninu.Þau lífskjör,sem Íslendingar búa við í dag eru að verulegu leyti til komin vegna baráttu verkalýðshreyfingarinnar. Menn geta ekki treyst á  að verkalýðsfélögin sitji með hendur í skauti. Svo má brýna deigt járn að það bíti.

Búseta þín í Danmörku eykur ekki skilning þinn á ástandinu á Íslandi í dag.

Með kveðju

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 18.1.2008 kl. 12:15

3 identicon

Sæll Björgvin,

Það sem þú skilur ekki er að allt þjóðfélagið er með bogann spennan í botn og það má ekki falla niður ein einasta launagreiðsla, eða jafnvel partur af henni. Verkfall skilar sér aldrei í vasa launamanna vegna tekjutaps meðan á því stendur. Meðan svo er er verkfallsvopnið tilgangslaust.

Ég held einmitt að það sé mjög holt að búa utan landsins og sjá þetta úr smá fjarlægð. Það skerpir sýnina á þetta svokallaða "ástand" sem er ekki til. Staðreyndin er bara sú að fólk í lálaunastörfum á ekki kröfu á að keppa í lífsgæðakapphlaupinu. Það var eitthvað sem fólk gaf frá sér með því að detta úr námi. Því miður er það nú svo að margir sem eru menntaðir eru líka í laglauna störfum og því þarf að breyta.

Og til að hnykkja á því sem þú sagðir, þá ert þú "of gamall" til að sjá þetta (ef ég er of ungur). Lifir bara í draumórum um byltingu verkamanna og öðru þvaðri. Þú þarft ekki að láta þér koma til hugar að bankar verði róglegir ef þeim verður ekki greitt af útlánum sínum, enda er það algjört happadrætti sem þarf bara að innheimta 25% vanskilavextir og verðtryggt. Þá eru jólin loksins komin.

Þetta er ekki sett fram af neinni mannvonsku eða óvirðingu, þetta er bara bláköld staðreynd.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband