Hvers vegna er lífeyrir aldraðra ekki hækkaður?

Hvers vegna hækkar ríkisstjórnin ekki lífeyri aldraðra frá almannatryggingum eins og lofað var fyrir kosningar? Hvers vegna segir ríkisstjórnin, að hún sé að bæta kjör aldraðra, þegar hún er eingöngu að draga úr tekjutengingum,sem aðeins koma hluta eldri borgara til góða? Ellilífeyrisaldur er 67 ára.Þegar fólk hefur náð  þeim aldri getur það farið á eftirlaun. Það hefur þá lokið starfsævi sinni. Þeir eru tiltölulega fáir,sem vilja halda áfram að vinna.Aðgerðir ríkisstjórnar til þess að bæta kjör aldraðra eiga að sjálfsögðu að miðast við þá,sem eru orðnir ellilífeyrisþegar og hættir störfum. Aðgerðirnar eiga ekki eingöngu eða fyrst ig fremst að miðast við þá sem eru heilsuhraustir og kjósa að vinna áfram. Það er mikill minnihluti  aldraðra Og það á ekki að blekkja eldri borgara og tala eins og það sé verið að bæta  kjör allra eldri borgara, þegar aðeins er verið að bæta kjör þeirra, sem eru á vinnumarkaðnum.
Það eru nú 8 mánuðir frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við völdum en samt hefur lífeyrir aldraðra,sem hættir eru að vinna, enn ekki hækkað um eina krónu fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Merkileg líka frétt dv. af því að lífeyrir Guðmundar Frímannssonar á Akureyri lækkaði við afnám tengjutengingar sl. áramót- sem Helgi í Góu notar í auglýsingu í mbl. í dag til að því er virðist ná sér í fé til framkvæmda.

María Kristjánsdóttir, 18.1.2008 kl. 12:35

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við erum vandræðagripir og dragbítar á hagvexti þjóðarinnar að dómi ríkisstjórnarinnar.

Mestar væntingar ber ég til nýja stjórnarformannsins Stefáns Ólafssonar.

En ég bendi á að allnokkrir lífeyrisþegar njóta framfærslueyris sem nær ekki framfærslukostnaði. Það er skilgreint sem mannréttindabrot í Stjórnarskrá.

Kv. 

Árni Gunnarsson, 18.1.2008 kl. 13:03

3 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Það sem þarf að gera er að skapa sterkan þrýstihóp sem stanslaust lætur í sér heyra og leifir stjórnmálamönnum ekki að komast upp með lýðskrum og loforðafjöld fyrir kosningar en svíkja svo allt þegar kemur til stykkisins.
Það þarf að taka loforð og ræður einstakra þingmanna upp og troða því framan í þá sem ekki standa við orð sín - þetta er vinna en engin gerir það nema þið aldraðir sem hagsmuna hafið að gæta. Þið þurfið að koma fram sem einn stór þrýstihópur sem hefur mikið atkvæðamagn á bak við sig, vera sterk rödd - sameinuð standið, sundruð fallið.
Til að lýðræðið virki ykkur til handa þarf að vera hægt að stilla dæminu einfalt upp fyrir kosningar: Sá sem berst fyrir að bætakjör aldraðra fær atkvæði aldraðra - svo einfalt er það. Sá sem fær atkvæði aldraðra gæti þar með komist til valda, það gæti m.ö.o. munað milli feigs og ófeigs í því sambandi að hafa atkvæði aldraðra á bak við sig. Þannig gætuð þið aldraðir, sem þrýstihópur, komið stjórnmálaflokkunum í samkeppni um atkvæði ykkar og enginn kæmist upp með að svíkja loforð gefin ykkur - að minnsta kosti ekki nema einu sinni.

Lifið heil og góða baráttu, ég styð ykkur og, ef gæfan leyfir geng í ykkar raðir áður en langt um líður 

Þór Ludwig Stiefel TORA, 18.1.2008 kl. 18:16

4 identicon

Styð þig heilshugar,Björgvin,

 í baráttunni við VONLAUSA ríkisÓstjórn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband