Hallinn á vöruskiptunum 84 milljarðar

 
Fyrstu ellefu mánuði ársins 2007 voru fluttar út vörur fyrir 269,3 milljarða króna en inn fyrir 353,4 milljarða króna fob (382,8 milljarða króna cif). Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 84,1 milljarði en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 135,4 milljarða á sama gengi.


Fyrstu ellefu mánuði ársins 2007 nam verðmæti vöruútflutnings 50 milljörðum eða 22,9% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 44% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,9% meira en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 41% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 35,2% meira en árið áður. Aukningu útflutnings má einna helst rekja til aukins álútflutnings.


Fyrstu ellefu mánuði ársins 2007 nam verðmæti vöruinnflutnings einum milljarði eða 0,3% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur varð í innflutningi á flugvélum og fjárfestingarvöru en á móti kom aukning í innflutningi á mat- og drykkjarvöru og annarri neysluvöru.

Framangreindar tölur leiða í ljós,að vöruskiptajöfnuðurinn hefur þróast í rétta átt árið 2007, útflutningur hefur aukist en innflutningur minnkað. En þó er vöruskiptajöfnuðurinn  óhagstæður um 84 milljarði fyrstu 11 mánuði ársins.Það er 84 milljörðum of mikið.Þessi halli á þátt í  óstöðugleika í efnahagslífinu  og verðbólgu. Það  þarf að binda endi á hallann, fyrst og fremst með auknum útflutningi  en hátt gengi krónunnar hefur hamlað  útflutningi lengi undanfarið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband