Nýi meirihlutinn bruðlar með fé skattgreiðenda

Skýrt er frá því,að fyrsta ákvörðun nýs meirihluta borgarstjórnar hafi verið að kaupa kofana,Laugaveg 4 og 6  á  55o milljónir króna. Núverandi  eigandi keypti húsin á 250milljónir. Það er sem sagt verið að rétta honum  300 milljónir vegna þess að  Sjálfstæðisflokkurinn þurfti að ganga að þeirri fráránlegu kröfu Ólafs Magnússonar  að kaupa þess  ónýtu kofa.Það var búið að vísa  þessu máli til húsafriðunarnefndar. Hún var búin að samþykkja friðun húsanna þó ekki væri unnt að  sjá nein  rök fyrir því. Síðan átti málið að fara fyrir menntamálaráðherra sem átti að  taka lokaákvörðun um málið. Ef ráðherra hefði ákveðið friðun þessara húsa hefði ríkið þurft að greiða kostnaðinn. Það hefði verið eðlilegra ef á annað borð var  talin þörf á friðun. Ég tel enga þörf á henni. Þetta eru ónýtir kofar sem átti að rífa.Égsé ekki að þeir bjargi neinni húsalínu.

550 milljónirnar eru fyrsta greiðslan sem verður að inna af hendi fyrir valdaskiptin.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


mbl.is Borgin borgar um 550 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þitt hús til sölu á sama verði og þú keyptir það á?

sigkja (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 13:01

2 identicon

Það er búið að gera upp mörg gömul hús í miðbæ Reykjavíkur á mjög smekklegan hátt og ekki veitir nú af! Alltof margir nýir steinkumbaldar í miðbænum, sem eru nú lítið augnayndi! Var ekki Torfan "ónýtir kofar" á sínum tíma og ætti kannski að rífa hana núna?! Og hefur enginn tekjur af henni?! Ég veit ekki betur en að flestir Vinstrimenn hafi hingað til verið fylgjandi friðun gamalla húsa en þeir ætla kannski að skipta um skoðun núna vegna þess að komin er nýr meirihluti í borgarstjórn án þeirra, sem ákveður sjálfur að gera hér upp gömul hús en lætur ekki sjálfstæðismanninn Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra ákveða það fyrir sig!

Af framkvæmdum við húsin á Laugaveginum verður greiddur skattur af vinnu og efniskostnaði til ríkisins, sem leggur til dæmis fé í samgöngubætur hér í Reykjavík. Og þar að auki mun borgin að öllum líkindum áfram eiga þessi hús á Laugaveginum og hafa af þeim tekjur á hverju ári um ókomna tíð. Hver er þá kostnaðurinn þegar upp er staðið fyrir hvern og einn?! Akkúrat enginn!

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 13:02

3 identicon

Þetta er athyglisverð skoðun sem fram kemur frá Samfylkingunni. Hvað með Torfuna var það sóun á almannafé Björgvin? Það er umhugsunarefni fyrir fólk hvort það á að kjósa flokk eins og Samfylkinguna sem vill rífa niður sögu borgarinnar ef það kostar eitthvað að varðveita hana, og hefur Samfylkingarmaðurinn ekki tekið eftir hækkun lóðaverðs í borginni sem fimmhundruðfaldaðist í stjórnartíð Samfylkingarinnar í borginni, og almenningur blæðir.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 13:19

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eitt sinn (langt síðan) hvarflaði að mér Björgvin að þú værir skynsamur maður og létir ekki pólitíkina blinda þér sýn. Núna sé ég að þetta hvarfl átti ekki rétt á sér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2008 kl. 14:10

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Spurning hvort nýi meirihlutinn sé ekki e-ð ragur við það fordæmisgildi sem verið er að sýna með þessu?

Reyndar er um að ræða gamla yfirsjón: Auðvitað hefði átt fyrir langt löngu að setja í deiliskipulag (ekki deiluskipulag) að ekki væri heimilt að byggja stærri, hærri né öðruvísi hús en fyrir eru, nema með ströngum skilyrðum. Heimilt væri að endurgera eldri hús og færa þau til eldri húsagerðar.

Annars er það fasteignamatið sem er aðalástæðan fyrir þeim þrýstingi sem verður til að ýmsir hyggja gott til glóðarinnar í miðbænum þegar hús brennur eða skemmist af einhverjum ástæðum. Þá eru menn fljótir til að byggja stærra og hala inn stórgróða. Fasteignamatið gerir ekkert annað en að elta markaðsverðið og þegar engar hömlur virðast vera, þá er braskhugsunarhátturinn alls ráðandi. Man nokkur eftir ástæðunum fyrir því þegar Fjalakötturinn var rifinn? Leigutekjurnar af þessu skndna húsi dugðu vart fyrir fasteignagjöldum og tryggingum og því praktískara fyrir eigandann að rífa og útbúa nokkur bílastæði! Rétt væri að fasteignamatið aðlagi sig fremur að notkunargildi þeirra húsa sem fyrir eru og þeim kvöðum sem eðlilegt væri að settar séu varðandi byggingmagn og gerð bygginga.

Ef miðbærinn og eldri borgarhlutinn hefði notið eðlilegra verndarsjónarmiða öllu fyrr, helst frá fyrstu tíð, hefði verið unnt að koma í veg fyrir alvarleg byggingaafglöp í miðbænum. Af hverju var Morgunblaðshúsið byggt eins og æpandi skrýmsli yfir miðbænum? Og önnnur hús á borð við Búnaðarbankahúsið og Silla og Valda húsið í Austurstræti. Í Lækjargötu kom alveg skelfilegt hús í stað Nýja bíós, Almennar tryggingar byggði ódýrt hús en mjög æpandi milli gamla Reykjavíkurapóteks og Hótel Borgar. Svona mætti lengi telja í sundurgerðri byggingasögu Reykjavíkur. Í miðbænum ætti að leggja áherslu á endurgerð eldri húsa en ekki að menn fái að byggja eins og þeim sýnis.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 26.1.2008 kl. 14:35

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Leikur nokkur vafi lengur á því að Vilhjálmur og Ólafur eru gjörsamlega vanhæfir til að fara með hagsmuni borgarbúa?

Fyrst lætur Villi borgina kaupa brunarústirnar í Austurstræti fyrir nokkur hundruð milljónir og nú þessi kofaræksni.

Theódór Norðkvist, 26.1.2008 kl. 14:38

7 identicon

Ekkert að vera eyða pening í að lappa upp á gamla fólkið! Bara búa til ný og ljótari börn í staðinn fyrir það! Heyr heyr! Ný stefna Samfylkingarinnar!

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 14:52

8 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Skoðun mín á Laugaveg 4 og 6 hefur ekkert með stefnu Samfylkingarinnar að gera. Þetta er mín persónulega skoðun.

Kv. BG

Björgvin Guðmundsson, 26.1.2008 kl. 15:44

9 Smámynd: haraldurhar

   Má ekki öllum vera ljóst að kaupverð þessara húsa er út í Hróa Hött.  Það að gefa ut að húsinn skyldu keypt  hvað sem þau kostuðu, gaf auðvitað eigendum þess sjálfdæmi við viðskiptum við þessa aula.

haraldurhar, 26.1.2008 kl. 18:18

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mosi hvetur þá sem vilja rífa og byggja mikið aðkíkja á húsgrunninn Laugaveg 74 sem er á móti Landsbankanum á Laugavegi 77. Það er ósköp grátlegt að einhver verktaki rífur hús og grefur djúpan grunn, virðist komast upp með að hafa allt galopið grönnunum til mikils ama og jafnvel tjóns. Hver ber ábyrgð á svona hneyksli? Hvers vegna sitja Reykvíkingar uppi með svona vanda? Er e-ð brask í gangi? Hvað er að gerast?

Vítin eru til að varast þau. Borgarstjórn Reykjavíkur þarf að vinna heimavinnuna betur. Af hverju ekki að setja kvöð á allar þessar fasteignir (lóðir) að ekki verði byggt stærra en fyrir er og ekki í öðrum byggingarstíl en fyrir er nema með mjög ströngum skilyrðum?

Öðru vísi er erfitt að varðveita gamlan bæjarkjarna og gamla götumynd.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 27.1.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband