Mánudagur, 28. janúar 2008
Kvótakerfið tekur tollinn sinn
540 starfsmenn hafa misst vinnuna síðan ríkisstjórnin skar niður þorskveiðiheimildir.Niðurskurðurinn hefur bitnað verst á landsbyggðinni en þar var kvótakerfið áður búið að fara mjög illa með mjög mörg sjávarþorp.Mótvægisaðgerðirnar hafa ekki dugað nægilega. Meira verður að koma til.Hið rangláta kvótakerfi hefur ekki verndað þorksstofninn á þann hátt,sem vonir stóðu til. Kvótakerfið hefur brugðist en það hefur fært fáum aðilum ómældan gróða á kostnað fjöldans. Komi er tími til að stokka kerfið upp.
Björgvin Guðmundsson
540 missa vinnu í fiskvinnslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér, Björgvin, að "skera" þurfi kerfið upp. Við höfum innleitt "lénsskipulag" á 20. og 21. öldinni. Eitthvað sem aðrar þjóðir snéru frá við lok miðalda. "Vistarbandið" sem var afnumið hér í upphafi síðustu aldar hefur fengið á sig aðra og nýja mynd. Nú felst vistarbandið í húsnæði sem ekki er hægt að selja vegna þess að afkomumöguleikinn hefur verið tekinn frá fólkinu. Hvar eru kjörlendur betri en hér fyrir stjórnmálamenn sem vilja breyta einhverju og sjá einhvern raunverulegan árangur af störfum sínum?
Hagbarður, 28.1.2008 kl. 14:06
Ég er ekki alveg eins viss um að þetta sé bara kvótakerfinu að kenna. Minni á tilgang BÚR á sínum tíma. Bendi svo þér á þessa grein: http://finnurvilhjalmsson.blogspot.com/2008/01/styrmir-br-til-strmann.html
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 14:37
Verðlaus hús. Nú það hefur aldrei mátt tala um það eða minnast á það fyrr að kaupa upp hús á landsbyggðinni. Það hefur verið bannorð því það á að halda byggð í öllum þorpum í kringum landið. alveg sama hvað gengur á.
Gísli, Mogginn hefur verið að byggja strámenn í kringum kvótakerfið og alla sem starfa þar í áratugi.
Fannar frá Rifi, 28.1.2008 kl. 17:46
Nýjar kosningar þarf í þessu landi.
ee (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 22:52
Löngu fyrir daga kvótakerfisins lögðust byggðir í eyði, Hornstrandir, Djúpavík, Kálfhamarsvík o.fl. Í dag flytur fólk burtu jafnvel þó næga atvinnu sé að hafa. Fólk einfaldlega vill ekki búa á þessum stöðum, kvóti breytir engu þar um. Og rétt eins og fyrir daga kvótakerfisins þá fara frystihús á hausinn. Illa reknum, óhagkvæmum og úreltum frystihúsum er lokað. Það er voðalega þægilegt að geta kennt kvótakerfinu um allt sem miður fer. Ég bíð bara eftir því að kvótakerfinu verði kennt um ófærðina.
sigkja (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.