Morgunblaðið fór yfir strikið

Morgunblaðið fór yfir  strikið,þegar það fullyrti sl. laugardag í leiðara,að Dagur B. Eggertsson, hefði krafið Ólaf F. Magnússon um læknisvottorð. Sagði Mbl.,að þetta væri  Degi til skammar.Nú hefur verið upplýst,að þessi fullyrðing Mbl. var alröng. Dagur fór aldrei fram á vottorð frá Ólafi. Þvert á móti  gerði hann allt til þess að gera endurkomu hans í borgarstjórn sem auðveldasta. Upplýst hefur verið,að þegar Ólafur F. Magnússson fór í veikindafrí hafi hann eins og aðrir reglulega þurft að skila læknisvottorði til borgarinnar,þar eð hann var á launum. Síðasta vottorðið,sem hann skilaði var eftir að hann var kominn til starfa  en þá var hann orðinn heill heilsu.

Mbl. réðist líka á Samfylkinguna fyrir ólætin,sem urðu á áheyrendapöllum borgarstjórnar,þegar nýi meirihlutinn tók við.Talaði Mbl. um ólæti,sem Samfylkingin hefði skipulagt. Þó var vitað,að það voru ungliðahreyfingar þriggja stjórnmálaflokka,sem stóðu fyrir mótmælum á áheyrendapöllum en auk þess fjöldi fólks,sem mótmælt hafði á netinu.Mbl. vildi greinilega ekki gagnrýna Vinstri græna fyrir ólæti á áheyrendapöllum og ekki heldur Framsókn. Mbl. hefur hrósað Vinstri grænum svo mikið í leiðurum,að það hefur ekki passað að gagnrýna þá. Þess vegna var öllu skellt á Samfylkinguna. Þetta er ekki vönduð blaðamennska hjá Mbl.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband