Ástandið á hjúkrunarheimilum versnar

Staðan hefur ekki batnað, því miður. Ef eitthvað er þá hefur hún versnað,“ segir Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu, þegar hann er inntur eftir því hvernig gangi að ráða í þau 20-30 stöðugildi sem enn var óráðið í sl. haust. Hann sagði,að síðan í desember hafi  5-7 hjúkrunarrými að jafnaði staðið auð.Sömu sögu er að segja af öðrum hjúkrunarheimilum. Víðast eru nokkur hjúkrunarrými  auð á hverju hjúkrunarheimili þar eð ekki fæst starfsfólk.Forstöðumaður Droplaugarstaða segir,að ástandið í starfsmannamálum hafi ekki verið eins slæmt síðan 1995.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að hraða eigi byggingu 400 hjúkrunarrýma. Ekki hefur þess orðið vart,að neitt hafi verið gert í því efni.Staðan er því sú ,að ástandið í hjúkrunarmálum aldraðra hefur versnað.Launakjör  fólks í umönnunarstörfum eru svo léleg,að fólk fæst ekki í þessi störf.Það er mál númer eitt að bæta kjör þessa fólks. Um það ættu ríkisstjórn og borgarstjórn að taka höndum saman.Ef vilji er fyrir hendi er unnt að gera það. En það þarf vilja.Auk þess þarf að byggja ný hjúkrunarheimili eins og lofað var.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


mbl.is Rými standa auð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband