Er verðbólgan að hjaðna?

 Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í miðjum janúar 2008 er 282,3 stig (maí 1988=100). Vísitalan lækkaði um 0,1% frá því í upphafi mánaðarins en hefur hækkað um 0,18% frá desember.

.

Síðastliðna tólf mánuði (miðað við verðlag í upphafi mánaðar í fyrra en um miðjan mánuð nú) hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,8%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,5% sem jafngildir 6,2% verðbólgu á ári.  

0,1% lækkun vísitölu neysluverðs á tæpum mánuði er ekki mikil lækkun en  gæti þó markað þáttaskil.Þegar sambærilegar tölur voru birtar í desember  var verðbólgan  5,9%  miðað við undanfarandi 12 mánuði.( 5,8% nú).Hvort þetta dugar Seðlabankanum til þess að lækka stýrivexti á eftir að koma í ljós. En það skiptir gífurlega miklu máli að unnt verði að lækka verðbólguna,t.d. fyrir væntanlega kjarasamninga.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Vísitala neysluverðs lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband