Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Veiðiheimildir sópast á fárra hendur
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hóf umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag um afleiðingar niðurskurðar aflaheimilda og sagði m.a., að augu almennings séu að opnast fyrir því hversu alvarleg staðan er í mörgum byggðum landsins. Veiðiheimildir muni sópast á hendur fárra fyrirtækja og störfin hverfa í hverju þorpinu á fætur öðru eins og dögg fyrir sólu og fólkið á eftir þeim.-Kristinn sagði ,að 1000 manns myndu missa vinnuna vegna niðurskurðarins. Einar K.Guðfinsson sagði,að 300 myndu missa vinnuna vegna uppsagna í bolfiskvinnslu.
Sagði Kristinn m.a. að sjávarútvegsráðherra ætti nú þegar að auka þorskveiðina um 40 þúsund tonn. Það væri eina mótvægisaðgerðin sem komi í veg fyrir hrun á landsbyggðinni.
Ég tek undir með Kristni. Það þarf strax að auka aflaheimildir á ný. Einnig þarf að auka mótvægisaðgerðir. Þær sem gerðar hafa verið duga ekki.
Björgvin Guðmundsson
Uppsagnir í bolfiskvinnslu ná til 300 starfsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hér koma nokkrar valdar setningar úr grein frá nóvember 2002, en sá sem hana skrifaði heitir Einar Kristinn Guðfinnsson og er sjávarútvegsráðherra. Í greininni er Kristinn meðal annars að lýsa vonbrigðum sínum með niðurskurð á þorski, en Árni Matt hafði þá nýlega farið að tillögu Hafró og skorið niður samkvæmt aflareglu úr 190 þúsund tonnum í 179 þúsund.
Ef ykkur finnst greinin illa samræmast gjörðum Einars í dag... get ég ekki annað en verið sammála.
"Þar sem ekki hefur sést fiskur áratugum saman, finnst allt í einu fullt af fiski. Menn vitna til þess að sjórinn er hlýrri og fiskurinn hagar sér öðruvísi. Það er því ekki að undra að hann skili sér ekki inn á mæla fræðimannanna
Hinn hrikalegi niðurskurður á aflaheimildum í þorski er farinn að bíta hraustlega víða. Ekki síst á meðal einyrkja. Þeir skrimtu meðan aflaheimildir voru heldur skárri. Nú eru menn komnir niður fyrir hungurmörkin og alltof víða tala menn um að fara að selja til þess að forða sér úr vandanum. Flestir vilja þó bíða og sjá hvort ekki rætist úr og uppörvandi ummæli frá helsta forystumanni útvegsmanna hleypir vonandi sem flestum kapp í kinn.
Margir einyrkjar í hópi útvegsmanna, einstaklingar sem hafa byggt sig upp af miklum dugnaði og útsjónarsemi, eru með aflaheimildir sínar mjög bundnar í þorskinum. Linnulaus niðurskurðurinn er þess vegna farinn að taka heldur betur í. Ekkert kæmi sjávarútvegsbyggðunum betur en almennileg aukning aflaheimilda. Engin byggðaaðgerð myndir virka hraðar. Ekkert yki tekjurnar meira. Sérstaklega ætti þetta við í mörgum minni sjávarútvegsbyggðunum, sem eiga svo mikið undir auknum aflaheimildum í þessum tegundum. Áhrifin yrðu jákvæð og mjög skjót.
Slóð á pistil á BB
http://bb.is/Pages/26?NewsID=108802
Atli Hermannsson., 29.1.2008 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.