EES,einhver mikilvægasti samningur Íslands

Utaníkisráðherra,Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,lagði sérstaka skýrslu um Evrópumál fyrir þingið og var hún rædd á alþingi í gær. Er það í fyrsta sinn,sem slík skýrsla er lögð fyrir alþingi en áður hafa skýrslur um Evrópusambandið verið lagðar fram í utanríkisráðuneytinu. Utanríkisráðherra á þakkir skilið fyriir að leggja Evrópuskýrslu fyrir alþingi.

Miklar umræður urðu um skýrsluna  á alþingi. Ekkert er fjallað um evruna eða gjaldmiðla almennt í skýrslunni. Ekki er heldur á dagskrá að Ísland gangi í Evrópusambandið.Skýrslan metur  stöðu okkar í EES en aðild okkar þar að hefur haft gífurleg áhrif. Með aðild okkaf að  EES fengum við ekki aðeins frjáls vöruvipskipti og tollfrelsi fyrir iðnaðarvörur og flestar sjávarafurðir inn á EES svæðið heldur frjálsa fjármagsnflutninga,frjáls þjónustuviðskipti og vinnuaflsflutninga. Sá,sem átti stærsta þáttinn í því að koma okkur í EES var Jón Baldvin Hannibalsson,þá utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins. Þegar hann  hóf baráttu fyriir aðild okkar að EES var Sjálfstæðisflokkurinn á móti því og vildi heldur tvíhliða samning við ESB. En Jóni tókst að fá Sjálfstæðisflokkinn til þess  að fallast á aðild að EES.Og málið náði fram að ganga.EES samningurinn er einhver mikilkvægasti samningur,sem Ísland hefur gert.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Vill að Alþingi láti sig Evrópumál varða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband