Hvers vegna skerðir lífeyrissjóður tryggingabætur?

Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir hér á landi fyrir baráttu verkalýðshreyfingarinnar var  meiningin að þeir yrðu til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum.Það var aldrei meiningin,að lífeyrir úr lífeyrissjóði mundi skerða lífeyri frá almannatryggingum. Menn eru  búnir að greiða í lífeyrissjóð alla ævi og  þeir eiga þennan lífeyri og eiga að fá hann  óskertan á efri árum. En svo er ekki. Maður sem fær 50 þúsund kr úr lífeyrissjóði   á mánuði heldur ekki nema  helmingi af  þeirri upphæð vegna skatta og skerðinga. Tryggingabætur minnka um 25 þúsund krónur á mánuði vegna 50 þús. kr. lífeyrissjóðstekna hjá einhleypingi.Það jafngildir að lífeyrissjóðstekjurnar skerðist ium helming.Þetta er forkastanlegt. Það er verið að rífa af fólkinu lífeyrissjóðstekjur,sem það er búið að safna alla ævi.

Krafan er sú,að nú þegar verði sett frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur,a.m.k. 100 þúsund

á mánuði.Og  stefna á að því að afnema  skerðingu tryggingabóta vegna lífeyrisjóðs að fullu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég er hjartanlega sammála þér í þessu tilliti. Og jafnframt hef ég haldið því fram að stjórnarherrarnir og frúrna verða búin að finna einhverja leið til að ná af okkur séreigna sparnaðinum líka þega þar að kemur. Lífeyrissparnaðurinn okkar ætti í raun aðeins að bera fjármagnstekjuskatt þar sem megnið af honum eru áunnir vextir og önnur ávöxtun, þó vissulega megi benda á að við greiðum ekki tekjuskatt af þeim hluta teknanna sem rennur í lífeyrissjóðina. En á móti því finnst mér að það væri bara allt í lagi að hætta að skattleggja lífeyrisgreiðslur og þá til vara að leggja bara fjármagnstekjuskatt á þær vegna þeirra jákvæðu áhrifa sem það hefur á samfélagið og atvinnulífið að þessir öflugu sjóðir séu til staðar.

Gísli Sigurðsson, 1.2.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband