Föstudagur, 1. febrúar 2008
Ríkisstjórnin brýtur mannréttindi
Ísland brýtur mannréttindi með framkvæmd kvótakerfisins í sjávarútveginum.Það er úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.Mannréttindanefndin segir, að kvótakerfið sé ósanngjarnt, það hygli þeim,sem upphaflega fengu úthlutað varanlegum kvóta .Nefndin gagnrýnir m.a. framsalið á kvótunum. Kvótar,sem upprunalegir handhafar nýti ekki lengur, gangi kaupum og sölum á markaðsverði og á leigumarkaði í stað þess að þeir renni til ríkisins á ný og sé úthlutað að nýju með réttlátum og sanngjörnum hætti.
Ríkisstjórnin getur ekki hundsað úrskurð.Mannréttindanefndar Sþ.Hún verður að breyta kvótakerfinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ríkisstjórnin hefur áður sýnt það og sannað að hún getur vel hunsað og haft að engu álíka dóma hvort sem er frá æðri völdum eða völdum sem hún telur sér vægari, þ.e.a.s. kjósendur og fólk í landinu. Það vakti athygli mína að t.d. í nágrannalöndum okkar að ef stór mál ná ekki fram að ganga innan þings frá ríkisstjórn þess lands þá er þingi slitið og boðað til kosninga. Ef frumvörp hér falla, t.d. með neitunarvaldi forseta þá fara menn bara í fílu og segja þetta meigi ekki!?
Kvótakerfið hefur löngu byrst mönnum sem ósanngjart og sem mannréttindabrot þar sem auðlindum landans er dreift meðal útvalda. Einungis fésterkir menn höfuðborgarsvæðis loka eyrum við gagnrýni kjósenda meðan bygðir landsins sem áður rökuðu fé inn í ríkissjóð af mestu magni, steindrepast út og eina sem fólk hefur við því að segja, er að enginn ástæða sé fyrir fólk að búa annarstaðar en ó borg Íslands annað sé vitleysa, þrjóska og annað því líkt.
Bið að heilsa
Íslendingur, 1.2.2008 kl. 16:31
Íslandi er einfaldlega stjórnað af öflugum fjármálamönnum sem margir hverjir fengu milljarðaforgjöf frá þjóðinni í formi fiskveiðikvótans.
Árni Gunnarsson, 1.2.2008 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.