Hættir Björn Bjarnason eftir 1 ár?

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var spurður  að því  í Silfri Egils í dag hvort hann væri á leið út úr pólitík.Hann svaraði eitthvað á þessa leið:Ég hefi sagt,að ég verði ekki í framboði til alþingis   í næstu kosningum.Hann var þá spurður hvort hann mundi hætta sem ráðherra á kjörtímabilinu.Hann sagði,að hann yrði þingmaður út kjörtímabilið. En varðandi ráðherradóm sagði hann,að það væri undir sér komið hort hann yrði ráðherra út kjörtimabilið. Þetta var loðið svar og ekki trúverðugt.Ég mundi segja,að það væri undir formanni Sjálfstæðisflokksins komið hvort hann yrði ráðherra  út tímabilið.Þegar stjórnin var mynduð var sagt,að Björn Bjarnason yrði ráðherra hálft timabilið en þá mundi hann hætta  og annar taka við. Mér finnst svar Björns í Silfri Egils staðfesta þetta.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér fannst áberandi hvað Björn var afslappður, glaðlegur og kom vel fyrir í viðtalinu í dag. Ég hef ekki séð hann koma svona vel út í viðtali fyrr. Kannski er það vegna þess að hann sjái fyrir endann á verkefnunum, sem hann er með í farteskinu núna og farinn að hlakka til þess að hverfa frá amstrinu í pólitíkinni. Hver veit?

Ómar Ragnarsson, 4.2.2008 kl. 00:25

2 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Getur verið að Eyjapeyinn ykkar hann Lúlli taki við!?

Sveinn Hjörtur , 4.2.2008 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband