Morgunblaðið enn í stjórnarandstöðu!

Reykjavíkurbréf Mbl. fjallar um atburðina í borgarstjórn. Blaðið harmar það,að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi ekki mynda meirihluta með Vinstri grænum og gera Svandísi Svavarsdóttur að borgarstjóra.Þetta er plata,sem Mbl. hefur spilað stöðugt frá síðustu kosningum enda þótt ekki hafi verið sagt strax að bjóða ætti Svandísi   borgarstjórastólinn. Það þótti ekki henta að nefna það  fyrr en Ólafur F. Magnússon hafði verið gerður að borgarstjóra. Síðan fjallar Mbl. enn eina ferðina um hvað gaman hefði verið að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og VG. Morgunblaðið ( sennilega Styrmir Gunnarsson) hefur rekið áróður fyrir slíkri ríkisstórn alveg síðan í þingkosningunum. Mbl. hefur verið á móti Samfylkingunni og  á móti ríkisstjórninni.Ástæðan er sú,að Mbl. hefur aldrei getað fyrirgefið Ingibjörgu Sólrúnu það að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Rvk.Össur Skarphéðinsson segir,að stjórnarandstaðan sé aðallega á Mbl. en hún sé lítil á alþingi. Þetta má til sanns vegar færa. Er ekki kominn tími til þess að  Mbl. sætti sig við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar?

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband