Þorgerður Katrín: Klúður í Rvk

,,Við vitum að í haust varð ákveðið klúður, mistök af okkar hálfu. " Þetta   sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,varaformaður  Sjálfstæðisflokksins á fundi í Valhöll í gær. Síðan bætti hún við:Við höfum nú fengið tækifæri til að sýna að það skiptir máli að Sjálfstæðismenn séu við stjórnvölinn í Reykjavík.

 Ekki er það komið fram enn,að það skipti máli,að Sjálfstæðismenn stjórni í Rvk.Ég tel,að það sé einungis komið fram,að það geri illt verra ,að sjálfstæðismenn séu við' stjórn í RVk. Sjálfstæðismenn hafa sett í stól borgarstjóra mann sem hefur  mjög lítið fylgi og hefur engan flokk á bak  ið sig. Ljóst er að íhaldið ætlar að reyna að stjórna honum algerlega.Þetta eru ekki góðir stjórnarhættir. Sálfstæðismenn hefðu átt að sætta sig við að þeir náðu ekki meirihluta í kosningum og  að samstarfsflokkur þeirra,Framsókn hljóp frá þeim. Það er ekki náttúrulögmál að þeir stjórni í Rvk. Skoðanakannanir sýna,að Reykvíkingar eru að refsa sjálfstæðismönnum fyrir vinnubrögðin og Samfylkingin er orðin stærri flokkur en  íhaldið í Rvk

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Fundað í Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband