Mikil mistök að hafna skattatillögum ASÍ

„Það voru vonbrigði að samningar skyldu ekki takast um tillögur þær sem ASÍ lagði fram, ég reiknaði satt að segja með að það myndi ganga. Mér fannst þetta borðleggjandi kostur og mér kom á óvart að þetta skyldi verða niðurstaðan,“ segir Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, þar sem hún ræðir m.a. stöðu kjaraviðræðnanna og tillögur sem ASÍ lagði fyrir stjórnvöld.

Ég er sammmála Ingibjörgu um þetta. Það voru mikil mistök,að vinnuveitendur og ríkisstjórn skyldu hafna tillögum ASÍ um lægra skattþrep fyrir láglaunfólk.Ef það hefði verið gert hefði verið unnt að semja um mun minni kauphækkaniur en ella og verðbólga hefði haldist lægri. Verkalýðsfélögin hefðu þá metið lægra skattþrep sem  ígildi kauphækkunar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Ólíkir flokkar ríkisstjórnar auka breidd í afstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það voru mistök hjá ASÍ að efna ekki til breiðrar samstöðu um þessar hugmyndir áður en lagt var af stað. Það vill svo til að ASÍ eru ekki einu hagsmunasamtök launamanna. BSRB, BHMR, Kennarasamböndin og fleiri höfðu ekki aðkomu að þessum tillögum. ASÍ hefur ekki alsherjarsamningsumboð fyrir alla og því gat ríkisstjórnin ekki samþykkt svona alsherjarlausn, lögð fram af einum samtökum af mörgum...því miður

Jón Ingi Cæsarsson, 3.2.2008 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband