Gísli Marteinn vill íbúðabyggð í Vatnsmýri

Upp  er kominn ágreiningur í nýja meirihlutanum um Vatnsmýrina. Gísli Marteinn,borgarfulltrúi íhaldsins,lýsti því yfir,að hann vildi  20 þús. manna byggð i Vatnsmýrinni. Þetta kemur þvert á málefnasamning Vilhjálms og Ólafs um að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni.Það vakti mikla athygli þegar menn sáu þetta ákvæði í málefnasamningnum. Ég vissi strax. að þetta ákvæði mundi  aldrei verða efnt. Það er nú að koma á daginn.

 

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ólafur treystir Gísla Marteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Sturla Snorrason

Þessir 101 rugludallar eru búnir að mála sig út í horn með þennan gamla miðbæ og Gísli Marteinn er engin undantekning. Ólafur er eini maðurinn sem getur bjargað borginni frá algjöru hruni.

Það er enginn grundvöllur að ríkið bjargi vitlausu skipulagi með endalausum jarðgöngum. Sundagöng, Öskjuhlíðargöng, göng undir Þingholtin, göng undir Kópavog og göng undir höfnina.

Og eftir alla þvæluna á ríkið að byggja nýjan flugvöll á ónothæfum stað. 

Sturla Snorrason, 2.2.2008 kl. 17:20

3 Smámynd: Jónas Jónasson

Þó ég sé nú Sjálfstæðismaður þá liti ég á það sem stór mistök að fara með flugvöllinn úr vatnsmýrinni. Þetta er veðursæll góður staður og mjög erfitt að finna betri. Ef höfuðborgarsvæðið þ.e.a.s 6 sveitafélög myndu sameinast í eina borg þá finndist mér í lagi að skoða þetta betur. Gísli Marteinn talar um umferðaþunga í þessu sambandi þar sem augljósasta ástæðan fyrir ömurlegu gatnakerfi er þessi 6 bæjarfélög sem hafa og gætu aldrei nokkurntíman unnið saman. En það mætti loka honum kl 10 á kvöldin. Flugvellir sem eru svona nælægt heimilum í Bretlandi loka kl 22:00 til að gefa íbúum frið.

Jónas Jónasson, 2.2.2008 kl. 20:27

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hvers vegna ertu ekki fyrir löngu gengin í Samfylkinguna Hallur Magnússon með
allar þínar ESB áherslur eins og Ingibjörg og CO?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.2.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband