Samstaða um eignarhald á orkuauðlindum?

Flest bendir til að samstaða sé um grundvallaratriði í orkumálum þjóðarinnar, þ.e. um eignarhald á orkuauðlindunum sjálfum.Svo segir í forustugrein Mbl. í dag. Geir Haarde forsætisráðherra  segir í viðtali við Mbl.,að auðlindir Íslands  eigi að vera til staðar fyrir komandi kynslóðir.Þessar eignir ríkisins ( orkuauðlindir) eigi ekki að framselja til einkaaðila  með varanlegum hætti. Og ekki eigi að hrófla við núverandi eignarhaldi einkaaðila á orkuauðlindum.Ingibjörg Sólrún   Gísladóttir,formaður Samfylkingarinnar, segir ,að  orkuauðlindirnar eigi að lúta eignarhaldi opinberra aðila. Hún segir  að  eðlilegt sé að hið sama gildi um   orkuauðlindirnar og fiskveiðiauðlindirnar. Ingibjörg Sólrún segir,að einstakar virkjanir,sem tengjast stóriðju megi  byggja og reka á markslegum forsendum.Við slíkar aðstæður kæmi til auðlindagjald,þ.e. greiðsla fyrir nýtingu á auðlindinni sem rynni til almennings.

'Eg er sammmála framangreindum sjónarmiðum leiðtoga ríkisstjórnarinnar  í meginatriðum,set þó fyrirvara við   það sjónarmið Ingibjargar Sólrúnar,sð  eiga megi og reka virkjanir á markaðslegum forsendum. En mestu máli skiptir að stjórnarflokkarnir eru sammmála um  eignarhald á orkuauðlindunum  , þe. að meginstefnan eigi að vera sú að orkuauðlindirnar eigi að vera í höndum  hins opinbera.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Björgvin.  Mikið af orkuauðlindum eru í einkaeign í dag og hafa verið nýttar með prýði áratugum saman, t.d. hverir/borholur fyrir gróðurhús, hitaveitur og aðra atvinnustarfsemi. Sama má segja um fallvatn sem einstaklingar hafa verið að virkja. Þessar auðlindir hafa verið nýttar án alls þessa hávaða og leiðinlega þrass sem einkennir alltaf nýtingu opinberra auðlinda svo sem fiskimiðanna og orkulinda OR.

Enn er mikið ónýtt af orkulindum einkaaðila hérlendis er þeir fá svigrúm til þess.

Ég tel ekki skynsamlegt að þjóðnýta allar þessar auðlindir, það myndi þýða: lélegri nýtingu, spillingu í útdeilingu nýtingarréttar, pólitíska stýringu, stöðugar pólitískar þrætur, aukið ægivald embættisvaldsins í höfuðborginni o.s.frv.

Ég mæli frekar til þess að auðlindir í opinberri eigu verði seldar þannig að einhver sem hefur hagsmuna að gæta reki þær.  Opinberir aðilar gætu þá frekar einbeitt sér að því sem þeir eiga að vera að gera, svo sem að sinna skólamálum og heilbrigðismálum frekar en að vera alltaf í einhverjum forstjóraleik.

Í löndum þar sem allar auðlindir eru þjóðnýttar eru yfirleitt mjög léleg lífskjör en í löndum þar sem auðlindir eru í einkaeign eru yfirleitt góð lífskjör.

Vald ríkisins er nógu mikið svo við förum ekki að afhenda því þessar auðlindir líka.

Ég bloggaði um auðlindamál almennt í fyrravor
http://steinisv.blog.is/blog/steinisv/entry/150321/

Þorsteinn Sverrisson, 4.2.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband