Loks nú farið að vilja Hæstaréttar um afnám á skerðingu tryggingabóta vegna tekna maka




Hæstaréttardómur í Öryrkjamálinu svokallaða í desember 2001 kvað á um að skerðing á tekjutryggingu örorkubóta vegna tekna maka á árunum 1994 til 1998 hefði verið ólögmæt. Hún hefði verið brot á stjórnarskránni.



Í kjölfarið setti ríkisstjórnin á laggirnar nefnd sem gerði tillögur um hvernig bregðast skyldi við dómi Hæstaréttar og á grundvelli tillagna hennar var lögum um almannatryggingar breytt. 2003 komst  Hæstiréttur  að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið með þeirri lagasetningu að beita afturvirkri skerðingarreglu í þeim lögum, vegna eignarréttarákvæða stjórnarskrárinnar.

Hæstiréttur komst með öðrum orðum tvívegis að þeirri niðurstöðu, að  þáverandi stjórnvöld hefðu á ólögmætan hátt skert lífeyri öryrkja vegna tekna maka.Þetta voru hinir frægu 0ryrkjadómar. Það var strax í kjölfar þeirra talið eðlilegt að hið sama gilti um aldraða og öryrkja, þe. að ekki mætti skerða lífeyri aldraðra vegna tekna maka.

Fór þá ekki þáverandi ríkisstjórn strax að afnema skerðingu á tryggingabótum öryrkja og aldraðra vegna tekna maka? Nei ekki aldeilis. Stjórnin leitaði leiða til þess að halda áfram að skerða lífeyri aldraðra og öryrkja vegna tekna maka! Það dugði sem sagt ekki þáverandi stjórnvöldum að fá hæstaréttardóm um að stjórnarskráin hefði verið brotin við  skerðingu bóta öryrkja vegna tekna maka.Það er fyrst í ár,1.apríl, mörgum árum seinna, að stjórnvöld ætla að hætta að skerða tryggingabætur aldraðra og öryrkja vegna tekna maka.Að  sjálfsögðu  hefði þetta átt að taka gildi strax 2003.

Björgvin Guðmundsson





--------------------------------------------------------------------------------


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband