Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Ríkisstjórnin hefur ekki hækkað lífeyri aldraðra um eina krónu!
Ríkisstjórnin hefur nú verið við völd í 8 1/2 mánuð en þó hefur hún enn ekki hækkað lífeyri aldraðra um eina krónu.Það eina,sem ríkisstjórnin hefur gert i málefnum aldraðra og öryrkja er að tilkynna ( 5.des.sl.) að hún ætli að draga úr skerðingu tryggingabóta á þessu ári,1.apríl og 1.júlí.Eftir hverju er ríkisstjórnin að bíða? Hvers vegna gerir hún ekki strax það sem hún ætlar að gera í þessum málaflokki? Það eru nógir peningar til.
Fyrst 1.júlí n.k. ætlar ríkisstjórnin að draga úr skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna 67-70 ára og 1.apríl ætlar hún að afnema skerðingu tryggingabóta vegna tekna maka, en hæstiréttur úrskurðaði árið 2003 að óheimilt væri að skerða tryggingabætur vegna tekna maka.Samt hafa stjórnvöld haldið áfram í 5 ár að skerða slíkar bætur þvert ofan í úrskurð hæstaréttar.
En hvers vegna koma engar tillögur frá ríkisstjórninni um að afnema skerðingu tryggingabóta aldraðra vegna tekna úr lífeyrissjóði.Það er ennþá mikilvægara en að draga úr skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. Flestir eru í lífeyrissjóði en tiltölulega fáir eldri borgarar eru úti að vinna.Það kemur miklu fleiri eldri borgurum að gagni að afnema skerðingu vegna lífeyrissjóðstekna. Hvers vegna gerir ríkisstjórnin ekki þær ráðstafanir,sem koma eldri borgurum best? Hvers vegna er lífeyrir aldraðra frá TR ekki hækkaður? Hvers vegna dregur stjórnin allar ráðstafanir fyrir eldri borgara? Hvers vegna eru einkunnarorð ráðstafana stjórnvalda í þágu eldri borgara eins og áður: Of seint og of lítið. Hvar eru áhrif Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni,þegar velferðarmál eru annars vegar? Er Framsókn enn í stjórninni?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.