Föstudagur, 8. febrúar 2008
Eigum við að ganga í ESB?
Nokkur umræða hefur farið fram hér að undanförnu um þá spurningu hvort Ísland eigi að taka upp evru.Nokkur fyrirtæki,sem hafa mikil viðskipti í Erópu vilja taka upp evru.Þess misskilnings gætir,að unnt sé að taka upp evru án þess að ganga í ESB. En það er ekki unnt.Spurningin er þá sú hvort Ísland eigi að ganga í ESB. Það sem mælir með því er,að Ísland kæmist þá að stjórnarborði ESB,fengi aðild að stjórn og þingi sambandsins.Og Ísland gæti þá tekið upp evru. En það sem mælir gegn því er að Ísland yrði við aðild að undirgangast sjávarútvegsstefnu ESB og hleypa skipum ESB inn í fiskveiðilögsögu okkar. Ég get ekki samþykkt það.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eitthvað var að tala um það að ESB væri að ræða við Norðmenn um breytingar á sjávarútvegslöggjöf ESB... Sem gætu vonandi lagfært þetta vandamál.
En málið er þó hitt að á meðan aðrar þjóðir hefðu greiðan aðgang í okkar auðlindir, þ.e.a.s. fiskinn, þá hefðum við greiðan aðgang í auðlindir annara þjóða.... Ekki veit ég hvort það sé einhver bót úr máli, en vert er að skoða að það þrátt fyrir allt jákvæðari hlutur á því sem við höfum einblínt á í gegnum tíðina, veit þó ekki hverju hann skilar.
En er þó ekki annað mál að tollar milli ESB landa t.d. eru ekki til staðar? (þekki þetta ekki nógu vel) en ef það er hins vegar til staðar þá er eitt og annað gott við það.
EN svo eru útlendingar sem ég veit til að tala um að aðild að ESB sé ekki eins sniðug fyrir okkur eins og fjölmennar þjóðir, vegna þess að útlendingar innan ESB sambandsins hafa einfaldlega óheftan aðgang að Íslandi og get sest hér að án nokkurra vandræða. Ekki að ég hafi á móti útlendingum, en því miður þá væri það nú ekki gott fyrir Íslandi að hafa 150.000 útlendinga hér, innan um 300.000 Íslendinga. Bendi ég þá til þess þegar Rúmensku sígaununum var vísað hér úr landi fyrir að hafa ekki vegabréf... Það hefði til dæmis ekki verið hægt ef við hefðum verið í ESB, þó svo að liðið hafi í raun verið að betla pening fyrir músík úti á götu, sofið í görðum hjá fólki og getað orðið til vandræða ef þeir hefðu verið látnir vera, þar sem hingað hefðu mjög sennilegast komið enn fleiri sígaunar. Enn bendi ég til að ég hafi nú ekkert á móti innflytjendum hingað til lands, en ég vil þó vita að einhver vitneskja sé um hverjir komi hingað og hvað þeir séu að gera.
ViceRoy, 8.2.2008 kl. 13:23
Breytingar þær,sem ESB ræðir við Norðmenn duga ekki fyrir okkur.
Tollaniðurfelling og frjáls för verkafólks á sér stað samkvæmt EES samningnum. Þau atriði breytast ekki við fulla aðild að ESB.
Kv. BG
Björgvin Guðmundsson, 8.2.2008 kl. 13:33
Varðandi hugsanleg áhrif okkar innan Evrópusambandsins við aðild bendi ég á skýrslu Evrópunefndar forsætisráðherra sem allir flokkar áttu aðild að. Hér er grein sem ég ritaði byggða á skýrlunni sem ég tek mér það bessaleyfi að birta hér til fróðleiks og vona að síðueiganda sé ekki ósáttur við það:
Hver yrðu áhrif Íslands innan ESB?
Því er gjarnan haldið fram af þeim sem vilja ganga í Evrópusambandið að aðild sé nauðsynleg til þess að við getum haft áhrif innan sambandsins. Látið er eins og þessi áhrif yrðu mikil og jafnvel ýjað að því að við myndum ráða öllu þar á bæ sem við vildum. Minna er hins vegar farið út í það nákvæmlega hversu mikil þessi áhrif kynnu að verða. Í ítarlegri og fróðlegri skýrslu Evrópunefndar forsætisráðherra, sem nefndin sendi frá sér í marz sl., er þessu gerð skil á bls. 83-85.
Formleg áhrif aðildarríkja Evrópusambandsins innan þess miðast fyrst og fremst við íbúafjölda þeirra sem verður að teljast afar óhagstæður mælikvarði fyrir okkur Íslendinga. Gera má því ráð fyrir að áhrif okkar innan sambandsins yrðu hliðstæð og Möltu en þar bjuggu um 400 þúsund manns í lok síðasta árs. Ísland yrði ásamt Möltu fámennasta aðildarríkið og þar með með minnstu áhrifin.
Ísland fengi einn fulltrúa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Í Nice-sáttamálanum er gert ráð fyrir að þegar aðildarríkin eru orðin 27 (sem þau urðu um síðustu áramót) verði fulltrúarnir í framkvæmdastjórninni færri en aðildarríkin sem kemur væntanlega til framkvæmda við skipun næstu framkvæmdastjórnar árið 2009 að óbreyttu. Í fyrirhugaðri stjórnaraskrá sambandsins er hins vegar gert ráð fyrir að hvert aðildarríki eigi aðeins fulltrúa í framkvæmdastjórninni annað hvert kjörtímabil en kjörtímabilið er 5 ár.
Þess ber þó að geta að fulltrúarnir í framkvæmdastjórninni eru í raun einungis fulltrúar aðildarríkjanna að því leyti að ríkisstjórnir þeirra tilnefna þá. Þess utan er þeim óheimilt að draga taum heimalanda sinna og ber einungis að líta til heildarhagsmuna Evrópusambandsins.
Í leiðtogaráðinu sitja leiðtogar aðildarríkjanna og forsætisráðherra Íslands myndi sitja þar sem fulltrúi landsins. Í ráðherraráðinu myndi Ísland væntanlega fá þrjú atkvæði af 345. Á Evrópusambandsþinginu fengjum við 5 þingmenn af 785, 6 af 750 ef fyrirhuguð stjórnarskrá Evrópusambandsins verður samþykkt. M.ö.o. vel innan við 1% vægi í báðum tilfellum.
Í efnahags- og félagsmálanefnd sambandsins, sem og héraðanefnd þess, myndi Ísland væntanlega líkt og Malta fá fimm fulltrúa en alls eru 344 fulltrúar í þessum nefndum í dag.
Ísland myndi tilnefna einn dómara í dómstól Evrópusambandsins en hann væri, líkt og fulltrúann í framkvæmdastjórninn, ekki fulltrúi íslenzkra hagsmuna.
Aðildarríkin skiptast á að vera í forsæti ráðherraráðsins í sex mánuði í senn. Miðað við 28 aðildarríki færi Ísland með forsætið á 14 ára fresti. Ef stjórnarskráin verður samþykkt verður þetta kerfi afnumið og í staðinn kemur sérstakur kjörinn forseti ráðsins.
Að öðru leyti myndi í raun ekkert breytast við aðild hvað varðar áhrif okkar innan Evrópusambandsins. Aðaláhrif Íslands innan sambandsins myndu áfram byggjast á "lobbyisma", rétt eins og raunin er í dag. Á móti myndum við gefa eftir yfirráð okkar yfir flestum okkar málum en lítið sem ekkert hafa um þau að segja eftir það.
Hjörtur J. Guðmundsson, 9.2.2008 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.