Er öllum nóg boðið?

 

Forsíðufrétt Mbl. í dag var um Vilhjálm Þ.Vilhjálmsson.Fyrirsögnin var: "Öllum er nóg boðið".Þar segir m.a.: "Sumir eru á því að Vilhjálmur eigi að hætta strax,óbreytt ástand skaði flokkinn og orðaði einn það svo: "Öllum er nóg boðið"

Þessi frétt er í stíl við skrif Mbl. um Vilhjálm undanfarið. Blaðið hefur barist gegn honum og viljað að hann hætti.Þá vakti það athygli,að Geir Haarde formaður flokksins vildi ekki lýsa yfir að hann styddi Vilhjálm í borgarstjóraembættið.Hann kvaðst styðja hann í því að halda áfram sem borgarfulltrúi en lengra vildi formaðurinn ekki ganga!Vilhjálmur sýnir mikinn kjark að standa gegn Morgunblaðinu og  að hluta til gegn formanni flokksins,þar eð formaðurinn styður hann aðeins  að hluta til. Hins vegar styðja borgarfulltrúar flokksins Vilhjálm.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Öllum er nóg boðið nema Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni, hann hlýtur að vera þverhaus

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.2.2008 kl. 02:37

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ætli þynnist ekki klappliðið í Sjálfstæðisflokknum upp úr þessu? Núna er Vilhjálmur í virkilega vondum málum eftir aællt það sem yfir hefur gengið. Hann gerir sig sekan um alvarlega siðblindu.

Allt frá því hann gerðist borgarstjóri þá veit hann greinilega ekki neitt um vanhæfisreglur stjórnsýslunnar. Fyrsta verk hans sem borgarstjóri var að semja um góða lóð við stjórnarformann Hjúkrunarheimilisins Eik. Og hver var stjórnarformaður Hjúkrunarheimilisins Eik þá og meira að segja enn annar en þessi sami Vilhjálmur!

Þetta hefði einhvern tíma þótt slæm stjórnsýsla að semja við sjálfan sig! Þetta vita allir lögfræðingar - nema Vilhjálmur fyrrverandi. Síðasta verk hans sem borgarstjóri var að skjótast upp í gröfu og taka fyrstu skóflustunguna. Var hann að því verki sem borgarstjóri eða stjórnarformaður? Spurt er af gefnu fyrrnefndu tilefni!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.2.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband