Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Komum fram við útlendinga af virðingu
Greint hefur verið frá vefsíðu á vefsvæðinu Myspace þar sem unglingar á aldrinum 13-15 ára fara niðrandi orðum um Pólverja sem hér eru búsettir. Á sjöunda hundrað manns höfðu skrifað inn á vefsíðuna en búið er að loka henni núna.
Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahússins segir útlendingaandúð aukast eftir neikvæðan fréttaflutning af ákveðnum þjóðfélagshópum.
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur ákveðið að efna til tónleika gegn rasisma í Austurbæ á miðvikudaginn í næstu viku vegna málsins.
Mér finnst útlendingaandúð hafa keyrt langt úr hófi fram undanfarið.Þetta er eins konar múgsefjun. Það eltir hver annan í því að kenna útlendinum um hluti,sem gerast á skemmtistöðum og víðar. Í flestum tilfellum hafa Íslendingar leitað eftir útlendingum til vinnu og ef við hefðum ekki útlendinga í frystihúsunum og í ýmsum þjónustustörfum væri hér vandræðaástand. Við verðum að koma fram við útlendingana af virðingu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:12 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björgvin, les oftast bloggið þitt og líkar vel. Ég er sammála þér í pistli þínum, að sjálfsögðu eigum við að sýna nýbúum virðingu og öðrum útlendingum sem hingað koma til lengri eða skemmri tíma. En erum við að sýna þeim virðingu með því að bjóða þeim gluggalaus rými og geymslukompur til að sofa í. Nei þar sýnum við ekki virðingu í verki. Fulltrúar hjá Alþjóðahúsi ættu berjast fyrir því að allir útlendingar sem hingað koma fái mannsæmandi húsakost. Þeir ættu að fordæma vinnuveitendur sem greiða þessu fólki laun undir töxtum. Bubbi ætti frekar að berjast fyrir þessum atriðum sem ég bendi hér á ásamt fleiri atriðum og fordæma ríkisvaldið fyrir að undirbúa ekki betur komu þessa fólks.
Með kveðju,
Ásgerður Jóna Flosadóttir
asgerdurjona (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 20:29
Sæl!
Ég er sammála þér.Það er til skammar hvernig búið er að mörgum þeim útlendingum,sem koma hingað til að vinna. Yfirvöld verða að taka á þessu máli og tryggja breytingu.
Kveðja
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 12.2.2008 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.