Ný könnun: Samfylking stærst flokka

Samfylkingin hefur mest fylgi allra stjórnmálaflokka samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir vefsvæðið heimur.is dagana 5. til 7. febrúar. Samfylkingin fékk 38,8%,Sjálfstæðisflokkur 33,9%, Vinstri Grænir 11,9% , Framsóknarflokkur 8,6% og Frjálslyndir 6,7%.

Þetta er athyglisverð  niðurstaða. Sennilega tapar Sjálfstæðisflokkur þarna fylgi vegna klúðurs flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Klúðrið er aðallega fólgið í því að láta borgarstjórastólinn af hendi og  kaupa Ólaf Magnússson með stólnum.Allir borgarfulltrúar flokksins stóðu að þeim kaupum. Ekki þýðir að kenna Vilhjálmi  einum um þau.Þá tapar Sjálfstæðisflokkurinn einnig á REI málinu og  framgöngu Vilhjálms í kastljósi. Fylgistap Sjálfstæðisflokksins var þó komið fam í Reykjavík áður en Vilhjálmur kom fram í kastljósi. Samfylkingin hefur staðið sig vel  í borgarstjórn Rvíkur og nýtur þess í framangreindri skoðanakönnun.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Samfylkingin stærst allra flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband