Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Ekki lækkar Seðlabankinn vextina
Bankastjórn Seðlabanka Íslands ákvað á fundi sínum að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,75%. Er þetta í samræmi við spá greiningardeilda. Bankastjórn mun kynna rök fyrir ákvörðun sinni á sérstökum fundi sem sjónvarpað verður á vef bankans klukkan 11.
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í gær,að ef Seðlabankinn lækkaði ekki stýrivextina nú væru kjarasamningar í uppnámi. Það væri þá óvíst,að atvinnurekendur gætu staðið við kauptilboð sín. Vilhjálmur telur,að vaxtahækkanir Seðlabankans hafi gert ill verra. Vaxtahækkanirnar áttu að lækka verðbólgu en það hefur ekki tekist. Hins vegar hafa vaxtahækkanirnar hækkað gengi krónunnar og valdið' útflutningsatvinnuvegunum erfiðleikum.Nú verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif vaxtaákvörðun Seðlabankans hefur á gerð kjarasamninganna.Ef þeir fara upp í loft vegna hennar er Seðlabankinn búinn að valda verulegum erfiðleikum í
islensku efnahagslífi.
Björgvin Guðmundsson
Óbreyttir stýrivextir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.