Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Rétt er að leyfa byggingu álverksmiðju í Helguvík
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur áhyggjur af þenslu og telur ekki tímabært að hefja framkvæmdir við álver í Helguvík í næsta mánuði eins og stefnt er að. Hann segir að ef Árni Mathiesen fjármálaráðherra ráði ekki við verðbólguna, ráði hann ekki við neitt.
Ég tel,að leyfa eigi byggingu álverksmiðju í Helguvík,þar eð Suðurnesjamenn hafa misst mjög stóran vinnustað,þ.e. Keflavíkurflugvöll og vinnu þar fyrir varnarliðið.Það virðist mikill krafur i Suðurnesjamönnum að byrja sem fyrst framkvæmdir við nýja álverksmiðju. Menn vilja byrja strax í næsta mánuði. Sjálfsagt er að leyfa það í því skyni að skapa ný atvinnutækifælri syðra. Um 700 manns munu fá vinnu við byggingu verksmiðjunnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skrýtin niðurstaða hjá þér Björgvin, verð ég að segja. Skiptir verðbólguþenslan og Kyoto-sáttmálinn engu máli svo dæmi séu tekin?
Árni Þór Sigurðsson, 14.2.2008 kl. 17:10
Ég hélt að við værum nokkuð samferða en Árni Þór í "hinum flokknum". Ég árétta spurningu Árna. Á jafnframt að bakka með Bakka?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 19:38
Kyoto sáttmálinn skiptir máli en mér hefur virst það vera nokkuð á reiki hvort rúm væri fyrir 1 eða 2 nýjar álverksmiðjur.Skoðun mín er á hreinu varðandi forgang í því efni.Bakki á að koma nr. 2. Varðandi verðbólguþenslu er mín skoðun sú,að mikilvægara sé að tryggja næga atvinnu en að koma í veg fyrir þenslu.
Með kveðju
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 16.2.2008 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.