Kvótakerfið brot á mannréttindum

Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni:Kvótakerfið brot á mannréttindum.Þar segir svo m.a.:

Ísland brýtur mannréttindi með framkvæmd kvótakerfisins í sjávarútveginum.Það er úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.Mannréttindanefndin segir, að kvótakerfið sé ósanngjarnt, það hygli þeim,sem upphaflega fengu  úthlutað varanlegum kvóta  en sumir hafi engan kvóta og geti ekki stundað útgerð og sjósókn þó þeir haf menntað sig til þess og  eignast fiskiskip.Tveir sjómenn töldu brotið á sér þegar þeim var synjað um  veiðiheimildir og þeir kærðu málið til   Mannréttindanefndar Sþ. Nefndin hefur nú fellt úrskurð  sinn.Nefndin gagnrýnir m.a. framsalið á kvótunum. Kvótar,sem upprunalegir handhafar nýti ekki lengur, gangi kaupum og sölum á markaðsverði og á leigumarkaði   í stað þess að þeir renni til ríkisins á ný og  sé úthlutað  að nýju með réttlátum og sanngjörnum hætti.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Guðmundsson

Gaman að vita hvernig Sjálfstæðismenn klóra sig út úr þessu, þeirra er sjávarútvegsráðherrastóllinn.....þeirra var breytingin sem sett er mest útá...ásamt gamla Alþýðuflokknum.

Kvótakerfið er gott kerfi betra en það sem það tók við af....ef finnst betra kerfi sem hægt er að ná samkomulagi um...húrra....en hvar er það???

Gísli Guðmundsson, 15.2.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband