Þingmenn fá aðstoðarmenn

Aðstoðarmenn formanna flokka verða í fullu starfi og hafa starfsaðstöðu á skrifstofum Alþingis, en aðstoðarmenn alþingismanna verða í hlutastarfi, með starfsaðstöðu í kjördæmunum. Þingmönnunum verður heimilt að slá sér saman um ráðningu aðstoðarmanns og hækkar þá starfshlutfallið í samræmi við það. 

Hér er stigið framfaraspor. Það tíðkast við mörg þjóðþing erlendis,að þingmenn hafi aðstoðarmenn. Það hjálpar þingmönnum að vanda vinnubrögð sín við gerð frumvarpa og öflun gagna. Til þessa hefur aðstaða þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu verið mjög ójöfn í þessu efni. Stjórnarþingmenn hafa getað fengið alla nauðsynlega  sérfræðiaðstoð í stjórnarráðinu. En þingmenn stjórnarandstöðu hafa ekki átt kost á mikilli sérfræðiaðstoð Nú verður breyting á.Aðstaða formanna þingflokkanna stórbatnar.og aðstaða óbreyttra þingmanna batnar einnig. Þetta mun væntanlega bæta vinnubrögð þingsins og efla þingið gagnvart framkvæmdavaldinu.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Aðstoðarmenn í fullu starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband