Rúm fyrir eina álverksmiðju

Mjög eru skiptar skoðanir það hvort reisa eigi nýja álverksmiðju við Bakka eða   í Helguvík,ef aðeins er rúm fyrir eina álverksmiðju.Ég tel,að  Helguvík eigi að hafa forgang í því efni.

Tel,að aðeins eigi að reisa eina álverksmiðju nú.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Björgvin,

Leikur forvitni á að vita hvaða rök þú færir fyrir því að byggja upp næsta álver í Helguvík. Vil benda þér á færslu þar á undan þar sem þér er orðrætt um mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna skerðingar á kvóta og nefnir þar á meðal byggðarlag eins og Húsavík sem hafa orðið fyrir blóðtöku í þeim efnum.

Uppbygging á suðurnesjum hefur verið gríðarleg á síðustu árum og stór þáttur í þeirri uppbyggingu er nálægð við höfuðborgarsvæðið því tel ég fásinnu að setja Helguvík í einhvern forgang. Ef álver skal koma þá er álver á Bakka málið. Rökin eru einföld, þar er þörfin mun miklu meiri og að auki er orkuöflun nánast klár.

Með vinsemd,

Árni Jóhanns (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 08:22

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Mín rök fyrir því,að næsta álver verði reist í Helguvík eru þau,að Suðurnesin hafa misst gífurlega stóran vinnustað sem Keflavíkurflugvöllur er,þ.e. varnarliðið þar.Áður höfðu Suðurnesin misst nær alla kvóta þaðan og útgerðarfyrirtækin horfið eins og annars staðar á landsbyggðinni.Ef  rúm verður fyrir 2 álver geta  bæði Helguvík og Bakki fengið sín  álver. En ef forgangsraða verður tel ég Helguvík eiga að koma á undan og svo Bakka.

 Ég er óánægður með mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar almennt og tel þær hafa komið að litlu gagni enn sem komið' er. Þess vegna birti ég  ummæli Jóns Kr. Óskarssonar þar um en ekki vegna þess að ég vildi tiltaka  sérstaka staði í því sambandi eins og hann gerði.

Með kveðju

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 16.2.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband