Mánudagur, 18. febrúar 2008
Persónuafsláttur hækkar um 2 þúsund krónur fyrsta árið
Persónuafsláttur hækkar um 7.000 krónur umfram almenna verðuppfærslu á næstu þremur árum. a Skerðingarmörk barnabóta verða komin í 150.000 krónur að þremur árum liðnum. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir frekari aðgerðum til lækkunar vöruverðs og verður tekjuskattur á fyrirtæki lækkaður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í átta liða skjali sem lýsir aðgerðum stjórnvalda vegna kjarasamninga.
Meðal annarra aðgerða sem gripið verður til eru hækkun húsaleigubóta, 35% hækkun eignaskerðingamarka vaxtabóta og hækkun atvinnuleysisbóta til samræmis við hækkun lægstu launa.
Persónuafsláttur hækkar aðeins um 2.000 kr. fyrsta árið, þ.e. árið 2009.En skattalækkun atvinnurekenda, þ.e. fyriirtækja kemur til framkvæmda öll í einu lagi, þ.,e, árið 2009 en þá lækkar skatturinn úr 18 % í 15%. Samkvæmt þessu virðist ríkisstjórnin leggja meiri áherslu á að lækka skatta fyrirtækja en almennings.Fólk finnur lítið fyrir því þó persónuafsláttur hækki um 2ooo krónur.
Það hefði þurft að hækka persónuafsláttinn mikið meira.
Björgvin Guðmundsson
Stöðugleiki meginmarkmiðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:13 | Facebook
Athugasemdir
Alveg sammála þér með skattalækkanirnar. Hvenær fáum við ellilífeyrisþegar okkar kjarabætur. Hver semur fyrir okkur?
Eggert Karlsson, 18.2.2008 kl. 00:39
Sammála Björgvin. Þetta er ansi aumt. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 18.2.2008 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.