30% hækkun á lægstu laun verkamanna

Við erum hér að vinna í takt við verkalýðshreyfinguna sem ég vil meina að sé að gera mjög merkilega kjarasamninga,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra eftir fund með fulltrúum SA og ASÍ í gær þar sem þeim voru formlega kynntar aðgerðir sem greiða fyrir gerð kjarasamninga. Spurð hvort aðgerðirnar væru fullnægjandi fyrir þá launþega sem fá litlar sem engar kjarabætur í þessum samningum sagði Ingibjörg: „Þetta eru almennar aðgerðir sem koma til móts við allt launafólk sem greiðir skatta, á börn og greiðir af húsnæði. Við erum að koma til móts við mjög breiðan hóp með þessu og þetta er góð viðbót við almenna kjarasamninga.

Sigurður Bessason formmaður Eflingar  segir,að  félagsmenn Eflingar fái 30 % hækkun á lægstu taxta.Einnig fáist viðbótarorlofsdagar.Helstu vonbrigðin eru þau segir hann hve aðgerðir  ríkisstjórnarinnar í skattamálum koma seint og að breytingar á vaxtabótum séu ekki meiri.

Ég fagna því að hinir lægst launuðu fá  myndarlega kjarabót. En ég tel, hækkun persónuafsláttar alltof litla.Það vantar enn að leiðrétta  skattleysismörk fyrir gömlu árin. Þau ættu nú að vera 150 þúsund á mánuði ef þau hefðu fylgt launavísitölu FRÁ 1988.Einnig er fyrsta skrefið alltof lítið,þ.e. 2000 króna hækkun persónuafsláttar 2009. Það er of lítið og of seint.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is 20 milljarðar í aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband