Flugvöllurinn verður að fara

Sú staðhæfing fulltrúa núverandi borgarstjórnar að ekki sé hægt að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýri á kjörtímabilinu vegna veðurrannsókna stenst ekki,“ segir Örn Sigurðsson, stjórnarmaður Samtaka um betri byggð.

Ummæli þeirra Gísla Marteins Baldurssonar, Dags B. Eggertssonar og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í Kastljósinu í síðustu viku gáfu til kynna að ónóg gögn lægju fyrir um framtíð Reykjavíkurflugvallar, þar sem veðurathugunum á Hólmsheiði yrði ekki lokið á kjörtímabilinu. Þetta segir Örn ekki rétt. Eftirfarandi kemur fram í minnisblaði frá fundi samtakanna með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins 8. febrúar sl.:

„Haraldur Ólafsson veðurfræðingur gerði grein fyrir því að reikna mætti vindafar og kviku yfir hugsanlegum flugvallarstæðum með töluverðri nákvæmni með tölvuhermun, sem byggir á tölvulíkani af landslagi, mælingum á veðurfari á viðkomandi stað og upplýsingum frá nálægum veðurathugunarstöðvum. Tölvuhermun tæki einungis nokkra mánuði og kostnaður væri minni en eins dags fórnarkostnaður af flugstarfsemi í Vatnsmýri.“

Ummæli Haraldar Ólafssonar veðufræðiings benda til þess að  unnt sé að gera nauðsynlegar veðurathuganir vegna nýs flugvallar á nokkrum mánuðum.Það þarf því ekki að tefja brottflutning flugvallarins um mörg ár af þeim ástæðum. Best er að flytja flugvöllinn sem fyrst. Það er ekkert vit í því að vera með millilandaflugvöll inn í miðri borg. Ég segi millilandaflugvöll vegna þess að millilandaflugvélar geta lent þar. Það er gífurleg slysahætta af flugvelli þarna  og  mjög gott svæði fyrir íbúðarbyggð er þarna ónotað.Nýja skipulagið sem kynnt  hefur verið á flugvellinum lofar mjög góðu.

Björgvin Guðmundsson

 

l


mbl.is Vel hægt að ljúka innan árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll Björgvin.

Nr. 1, þá er nú slysahættan jafn gífurleg af flugvellinum í Vatnsmýrinni og hér er gefið í skyn. Rifjaðu bara upp slysin fram að þessu. Berðu það t.d. saman við umferðarslys pr. farþega á sama tíma. Ætli þið Örn yrðuð ekki að viðurkenna að það borgaði sig að banna alla bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu vegna slysahættu og setja upp þyrluþjónustu um allan bæ til að ferja fólk um borgasrsvæðið, ef þið haldið fast í rökin ykkar um hættuna.

Nr. 2 er til að nefna vegna ummæla Arnars flugvallarandstæðing um veðurfar og mælingar að Páll Bergþórsson hefur í Morgunblaðsgrein nýlega gert lýðum ljóst að það þarf ekki einu sinni að eyða peningum í mælingar á Hólmsheiði hvað varðar hugsanlegan fugvöll þar, nema það eigi inungis að nota hann fáeina daga á ári. Sjá grein Páls  :

Sunnudaginn 10. febrúar, 2008 - Aðsent efni Skýjahæð yfir HólmsheiðiPáll Bergþórsson skrifar um hugsanleg flugvallarstæðiPáll BergþórssonPáll Bergþórsson
Páll Bergþórsson skrifar um hugsanleg flugvallarstæði: "Þegar lágmarksskýjahæð til lendingar í Vatnsmýri er 65 metrar, leynist Hólmsheiði í þokunni 55 metrum ofar neðra borði skýjanna."
"SAGT er að menn þurfi að bíða í nokkur ár eftir því að veðurathuganir á Hólmsheiði skeri úr því hvort æskilegt sé að hafa þar flugvöll Reykvíkinga.

Eitt er það þó sem nú þegar er hægt að fullyrða með nokkurri vissu. Þó að það sé ekki algilt er skýjahæð oftast álíka hátt fyrir ofan sjávarmál á Hólmsheiði og í Vatnsmýri þar sem flugvöllurinn hefur verið í hálfan sjöunda áratug. Sem sagt jafnhátt yfir sjó, en ekki jafn hátt yfir þessum tveimur stöðum. Hólmsheiði er 120 metrum hærra yfir sjávarmáli en Vatnsmýrin. Flestar flugvélar á leiðum innanlands geta komið inn til lendingar í Reykjavík þegar skýjahæð er þar um það bil 65 metrar (200 fet). Þá telst Vatnsmýrarflugvöllur opinn. En á sama tíma leynist Hólmsheiði 55 metrum ofar neðra borði skýjanna. Hún er sem sagt á kafi í þoku. Til þess að þar yrði þá hægt að lenda mætti hugsa sér að flugmaður reyndi að sveima neðan skýja úti á Faxaflóa þar til neðra borð skýjanna hækkaði um 120 metra. Það gæti reynt á þolinmæðina, jafnvel í sólarhringa, og það mundi reyndar enginn reyna.

Þegar Reykvíkingar og aðrir landsmenn verða næst spurðir í skoðanakönnun hvort flugvöllurinn eigi að vera á Hólmsheiði eða í Vatnsmýri þyrftu menn að velta þessu fyrir sér áður en þeir svara.

Höfundur er veðurfræðingur og rithöfundur."

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.2.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Midborgin er ekki lengur í Vatnsmýrinni.

Hún hefur færst upp í Mjódd og Smárann. Thad væri nær ad flytja mannfrekar stofnanir thar sem midja théttbýlisins er ad myndast og gera flugvöllinn ad vara althjódaflugvelli.

Hitt er allt of dýrt ad bæta vid íbúdabyggd, skólum eda stofnunum tharna lengst úti á nesi og vesalings adkomufólkid verdur svo ad aka í gegnum rykský sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleidingar fyrir heilsu thess og annarra í framtídinni.

Ekki tíma borgarbúar ad leggja út í kostnad vid mörg göng undir Videyjarsund, Skerjafjörd út á Álftanes o.s.frv.

Sigurður Rósant, 18.2.2008 kl. 10:27

3 Smámynd: Benedikt Sveinsson

Það er alveg á tæru að Hólmsheiðin er bara fyrirsláttur til að tefja málið. Flugvöllurinn verður í Vatnsmýri, allt annað er bara tómt rugl.

Benedikt Sveinsson, 18.2.2008 kl. 10:52

4 identicon

Örn Sigurðsson er þekktur af eindæmum í röksemdafærslum sínum, þar sem fullyrðingar og gífuryrði eru ekki spöruð.  Við nánari skoðun stenst nánast ekkert af því sem hann fullyrðir.  Allir milljarðarnir sem hann telur Vatnsmýrin búa yfir heldur einfaldlega ekki vatni við nánari skoðun. 

 Burtséð frá því hvað fólki finnst um flugvöllinn þá eru ákveðin atriði sem vert er að skoða:

 Við íslendingar erum 300 þús manna þjóð, ekki 3 milljóna manna þjóð. 

Við búum úti á miðju norður Atlantshafinu og eru samgöngur okkar gríðarlega mikilvægar fyrir allt okkar efnahagslíf.

Einungis tvær samgönguleiðir eru til boða til og frá borginni; ökutæki eða flug.  Flestar borgir bjóða upp á amk þrjár.

Reykjavíkurflugvöllur er samgöngumiðstöð og sem slíkur gríðarlega mikilvægur fyrir íslendinga, enda eru t.d. rúmlega 300 þúsund farþegar einungis með Flugfélagi Íslands sem ferðast til og frá Reykjavík til að sækja þjónustu og annað til höfuðborgar landsins.  Þetta er gríðarlegur fjöldi miðað við heildarfjölda landsmanna og þetta eitt og sér gerir meira en að réttlæta tilveru vallarins þar sem hann er í dag.

En Reykjavíkurflugvöllur er mikið meira en bara samgöngumiðstöð, til að nefna nokkra mikilvæga hluti sem allir eru mikilvægir fyrir samfélagið okkar má minnast á eftirfarandi:

 - Miðstöð björgunarflugs.

 - Nálægð við sjúkrahús; finnst það engum skrítið að einn mesti andstæðingur vallarins, oddviti samfylkingarinnar í borgarstjórn sem er læknir, finnist það ekki mikilvægt að sjúkraflugvélar lendi sem næst þeim spítala þar sem sjúklingarnir eru fluttir til !?  Hann hlítur að hafa sofið í tíma þegar fjallað var um svokallaðan "golden hour", sú klukkustund sem getur skipt sköpum þegar alvarlega veikir einstaklingar þurfa að komast undir læknishendur sem fyrst.  Myndir þú treysta þessum lækni til að vinna á sjúkrahúsi?  Kannski er hann stjórnmálamaður vegna þess.

 - Þjálfunarstöð flugmanna landsins; flugsamgöngur eru gríðarlega mikilvægar fyrir landsmenn.  Er ekki mikilvægt að flugmenn séu þjálfaðir hérlendis og er ekki eðlilegt að sú miðstöð sé þar sem flestir geta sótt námið?  Það eru jú flestir sem vinna með flugnámi og hafa ekki efni á að sækja slíkt nám langar leiðir.

 - Miðstöð einkaflugs landsins; yfir 170 einkaflugvélar eru á flugvellinum.  Flugmaður sem klárar atvinnuflugmannspróf á langt eftir þangað til hann/hún getur fengið vinnu.  Viðkomandi þarf að ávinna sér reynslu sem mestmegnis fæst með þeim einkaflugvélum sem eru á flugvellinum.  

 - Leiguflug; þessi þjónusta er mikilvæg ekki einungis til fólksflutninga heldur einnig til að svara þörf á t.d. að flytja varahluti út á land og getur oft legið miklir fjármunir í því þegar fiskiskip eru stopp vegna nauðsynlegra varahluta.

 - Reykjavíkurflugvöllur er varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll; þetta á þó alls ekki bara við þegar veður er vont.  Reyndar er hann ekkert síður mikilvægur þegar veðrið er gott.  Ástæðan er sú að allar farþegavélar og reyndar allar flugvélar yfirleitt þurfa að hafa varaflugvöll þegar þær fara í flug.  Þær þurfa að hafa nægjanlegt eldsneyti á ákvörðunarstað og svo varaflugvöll.  Þetta þýðir að ef varaflugvöllurinn er langt í burtu þarf vélin að taka meira eldsneyti og fyrir hvert aukatonn af eldsneyti sem dæmigerð farþegaþota þarf að hafa brennur hún öðru eins.  Þetta þýðir meiri mengun, sem er ekki umhverfisvænt og auk þess getur hún ekki borið eins mikið af farþegum og frakt.  Það þýðir svo að við, almenningur sem ferðumst með vélunum þurfum að greiða hærra gjald fyrir flugmiðana okkar og flugfélagið tapar einnig af arðsemi sinni.  Þetta eitt og sér meira en réttlætir veru vallarins, enda ef önnur lönd eru skoðuð þá eru oft margir vellir innan seilingar við stóra byggðarkjarna, sem er ekki eitthvað sem við búum við.  Við ættum því frekar að tala um að fjölga flugvöllum, frekar en að fækka þeim.


 - Ýmis þjónusta við flug; mjög mörg atvinnustörf skapast vegna flugvallarins, sem skilar til borgar og ríkis í sköttum og þjónustugjöldum.  Við skulum ekki gleyma því að eigendur flugskýla þurfa allir að greiða fasteignagjöld, ekkert síður en af íbúðarhúsnæði.

 Ofangreindir hlutir eru allir mikilvægir og ég tel í flestra augum það mikilvægir að þeir einir og sér myndu réttlæta staðsetningu vallarins. 

Staðreyndin er sú ef nánar er skoðað þá hafa langflestar borgir flugvelli við miðborgir sínar og er skemmst að minnast Bromma vallarins sem er um 6 kílómetra frá miðborg Stokkhólms og hefur núna verið festur í sessi næstu áratugina og líklega til frambúðar.  Stokkhólmur er mun fjölmennari borg en Reykjavík og varla erum við svo arfavitlaus að fara að eyða tugum milljarða í flutning flugvallar sem er í fullri notkun og hefur verið okkur landsmönnum gríðarlega mikilvægur í gegnum árin.

Öll þessi flugvallarumræða hefur ákveðna leiðinlega lykt af lýðskrumi, þar sem óvandaðir stjórnmálamenn telja sig geta veitt atkvæði þeirra sem þurfa ekki að nýta samgöngumiðstöðina.  Engin ein samgönguleið er ómissandi.  Ekki væri slæmt að hafa lestarkerfi, sem þó hlítur að vera ansi óraunhæft vegna fólksfæðar á landinu, en þrátt fyrir það myndu lestir aldrei koma í staðinn fyrir flugið hérlendis

Skynsemin Ræður (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband