Ríkið fær mikið af peningunum til baka

Ríkisstjórnin  flaggar því,að  ráðstafanir hennar muni kosta á 3 árum 20 milljarða. Hún segir ekki hvað þetta kosti mikið fyrsta árið en það hefði verið eðlilegt. En auk þess hefði verið eðlilegt að ríkisstjórnin hefði áætlað hvað ríkið fær  mikið til baka í auknum skötttum vegna launahækkana.

Ólafur Einarsson nefnir í bloggi í dag dæmi um það hvað ríkið fær mikið til baka. Hann sýnir fram á að starfsmaður í ræstingu tapar upp undir helmingi af kauphækkuninni til ríkisins í auknum sköttum. Hann heldur aðeins rúmlega helming af 18000 kr. kauphækkun. Dæmi Ólafs sýnir,að hækkun persónuafsláttar er alltof lítil. Væntanlega leiðréttir alþingi hana.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur H Einarsson

Set hér inn slóðina sem þú vísar til með kveðju Ólafur H.

http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/

Ólafur H Einarsson, 18.2.2008 kl. 10:42

2 identicon

Mjög athyglisverðar greinar hjá þér Björgvin og oft gagnríninn og skarpur vinkill á þjóðfélagsumræðuna.

Varðandi þetta með samningana og aðkomu ríkisvaldsins þá finnst mér nú algjör brandari þetta með hækkunina á persónuafslættinum, ef hækkun skildi kalla því í raun verður þetta talsverð lækkun á persónuafslættinum. Það á skilst mér að hækka persónuafsláttinn um 7000 krónur, ekki strax, heldur í áföngum á næstu þremur árum. Eru menn ekki að grínast þvílíkur rausnarskapur. Var það þetta sem Samfylkingin lofaði fyrir síðustu kosningar.

Þetta þíðir að hækkunin án persónuafslættinum næstu 3 árin verður 2.333- krónur á ári. Þetta vegur ekki einu sinni hálft uppí það að halda í við verðbólguna sem verið hefur og hvað þá líka samanlagða verðbólgu næstu þriggja ára. Þessvegna þíðir þetta í raun að samið er um umtalsverða lækkun skattleysismarkana. Þetta er bara brandari.  Þessvegna verða eftirlaunaþegar jú og margir öryrkjar líka að greiða áfram og af vaxandi þunga tekjuskatt af eftirlaunum sínum og bótum. Tekjum sem eru alltof lágar eða á bilinu 110 til 150 þúsund krónur á mánuði.  Tekjum sem allir viðurkenna að eru alltof lágar til að lifa sómasamlegu lífi af. Jú áfram og af vaxandi þunga ætlar ríkisvaldið að klípa af þessum lágu tekju. Þetta er þvílíkur rausnaskapur, eða hitt þó heldur. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 12:20

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er afar lélegur brandari.

Á þremur árum rakar ríkishítin inn amk. 1200 milljörðum króna, þessi rausnarskapur nær sem sagt ekki tveimur prósentum af því og verður mjög létt fyrir hítina að ná þessu aftur með einhverjum gjaldahækkunum. 

Baldur Fjölnisson, 18.2.2008 kl. 17:14

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við sitjum í rauninni uppi með hræðilega kommúníska vitleysu þar sem sirka fjórði hluti vinnuaflsins er í vinnu hjá hinu opinbera og einn þriðji þjóðarinnar er í skólum eða starfandi við þá ! Sem þýðir að framhaldsskólar eru amk. að hluta til hreinar dagvistunarstofnanir. Verkfall í grunnskólum hefur þannig orðið að slæmum vanda sem þó hefur verið hægt að ráða við en verkfall í framhaldsskólum er einfaldlega katastrófa sem ekki er hægt að leyfa að skella á. Þannig býr kerfið til dellu sem aftur fóðrar eigin kommúnisma. Og síðan gengur það áfram og þróast og nú erum við hér. Sýndarmennskan er algjör. Nemendur í framhaldsskólum henda frá sér töskunum með öllu innihaldi í stórum stíl vegna þess að þeir hafa engan grunn í framhaldsnám og hverfa frá námi og kerfið rífst síðan við stjórnendur skólanna um dagvistunarpeningana. Þetta er grátsbroslegt. En alltaf eru þetta "lone gunmen". Þetta eru bara 2-3 skólameistarar í þessu dagvistunarkerfi sem eru að stela frá hinum og kerfinu sem þýðir að kerfið er alltaf í góðum málum enda vill það alltaf öðru fremur viðhalda sjálfu sér og sínum atvinnuleysisgeymslum. Einhvern tíma hefðu þessir óþægu dagvistunarstjórar verið sendir til Síberíu en núna er farið miklu fínna í hlutina enda nýir og miklu flottari og enn meira pólitískt korrekt tímar.

Baldur Fjölnisson, 18.2.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband