Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Á að reka alla ellilífeyrisþega út á vinnumarkaðinn?
Þess verður vart hjá mörgum,að þeir telja miklar kjarabætur fyrir aldraða felast í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um að greiða fyrir því að eldri borgarar geti verið á vinnumarkaðnum,þ.e. með því að draga úr skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. Rétt eins og reka eigi alla eldri borgara
út á vinnumarkaðinn.Að vísu eru önnur atriði í þessu frumvarpi svo sem afnám skerðingar bóta vegna tekna maka og að þeir,sem ekki eru í lífeyrissjóði fái ei að síður 25 þúsund krónur úr lífeyrissjóði. Þeir eru að vísu aðeins 300,sem mundu verða þess aðnjótandi og eftir skatta og skerðingar verða aðeins 8 þús. kr.. eftir af þessum 25 þúsund kr.
Guðbjartur Hannesson,þingmaður Samfylkingarinnar sagði við umræðu um frumvarpið, að stórt skref væri stigið í kjaramálum aldraðra og öryrkja með þessum frumvarpi. Hann sagði raunar,að mest allt í stjórnarsáttmálanum um þessi mál væri með frumvarpinu komið til framkvæmda!Það er misskilningur. Það er ekkert í frumvarpinu um hækkun á lífeyri þeirra eldri borgara,sem ekki eru á vinnumarkaði. Aðgerðir til þess að hækka lífeyri aldraðra hljóta fyrst og fremst að beinast að þeim ellilífeyrisþegum,sem hættir eru að vinna. Það er um 70% eldri borgara. Þau 3oo manns,sem fá munu 25 þúsund krónur í lífeyri ( les: 8000 kr.) skipta litlu máli í þessu sambandi.
Það er vissulega gott að draga úr tekjutengingum eldri borgara en það dugar ekki til þess að bæta stöðu eldri borgara nægilega.Aðalatriðið er að hækka lífeyri eldri borgara það mikið, að hann dugi fyrir neysluútgjöldum og sómasamlegu lífi á efri árum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef sagt það áður og get endurtekið það hér.
Það á að sjá til þess að fólk eldra en 65 ára sé skattfrjálst, ég tel að þetta fólk sé búið að borga til samfélagsins það sem því ber.
Allt annað sem ríkisstjórnin kemur með er prump og gerir lítið sem ekkert til að bæta kjör aldraðra.
öryrkjar ega svo að hafa óskertar bætur, ef einhverjar aukabætur koma til þeirra þá er það bara bónusfyrir viðkomandi.
Og engar skerðingar á þessar krónur sem aldraðir og öryrkjar fá.
Ólafur Björn Ólafsson, 21.2.2008 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.