Guðni skrifar Seðlabankanum um efnahagsmál

Guðni Ágústsson,formaður Framsóknar hefur skrifað Seðlabankanum og lagt fyrir bankann nokkrar spurningar um efnahagsmál. Spurningarnar eru þessar:

1. Hvaða áhrif telur Seðlabankinn að breytingar á fjármálamörkuðum hér heima fyrir og erlendis síðustu vikur hafi á tekjuöflun ríkisins?
2. Hvaða áhrif telur Seðlabankinn að nýloknir kjarasamningar hafi á þróun efnahagslífsins og tekjuöflun ríkisins?
3. Hvaða áhrif telur Seðlabankinn að nýkynntar tillögur ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir kjaramálum hafi á þróun efnahagslífsins, ríkisútgjöld og tekjuöflun ríkisins?
4. Hvað telur Seðlabankinn mikið svigrúm til frekari útgjaldaaukningar hjá ríkissjóði í tengslum við þá kjarasamninga sem ólokið er?
5. Hvort telur Seðlabankinn að fjárlög ársins 2008 hafi haft jákvæð eða neikvæð áhrif á það ójafnvægi sem við búum við í efnahagsmálum nú um stundir?
6. Telur Seðlabankinn að ríkisstjórn Íslands hafi gengið nógu langt í þá átt að draga úr þenslu í samfélaginu?

Guðni setur Seðlabankann í nokkurn vanda með spurningum sínum.Hætt er við að ágreiningur geti orðið milli  Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar um nokkur þeirra atriða sem Guðni spyr um. Fróðlegt verður að sjá svör Seðlabankans.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband