Hugmyndin um byggðakvóta á uppboð fær neikvæðar undirtektir

Mörður Árnason skrifar um hugmynd Ingibjargar Sólrúnar um að setja byggðakvóta á uppboðsmarkað.Hann segir,að hugmyndin hafi fengið jákvæðar undirtektir: LÍU hafi brugðist ókvæða við  og lagst gegn hugmyndiinni. Sjávarútvegsráðherra hafi sagt,að ræða mætti hugmyndina.Kristinn Gunnarsson þingmaður hafi sagt,að hugmyndin gengi alltof skammt,hún tæki aðeins til 3% veiðiheimilda,það yrði að bjóða upp mikið meira. Ekki geta þetta nú kallast jákvæðar undirtektir.

Sjávarútvegsráðherra sagði í blaðaviðtali, að byggðakvótinn hefði gagnast þeim vel sem verst stæðu að vígi. Vissulega væri slæmt að svipta þá lífsbjörginni. Engin trygging væri fyrir því að þeir fengju andvirði byggðakvótans,ef hann væri boðinn upp.Ég tek undir það.

Auk þess er hér um alltof lítið skref til þess að það dugi Mannréttindanefnd Sþ. Það verður að opna kerfið mikið meira til þess að svo verði.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband