Vilhjálmur situr áfram

  • Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur ákveðið að sitja áfram sem oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og taka sæti borgarstjóra eftir rúmt ár. Stöð 2 fullyrti þetta í fréttum sínum í kvöld og sagði að Vilhjálmur hefði tilkynnt nánum samstarfsmönnum sínum þetta. Formlegrar tilkynningar væri hins vegar að vænta síðar.

Vilhjálmur sýnir mikið hugrekki með þessu. Það var nánast búið að afskrifa hann  í pólitíkinni.Forustumenn Sjálfstæðisflokksins í landsmálum og borgarmálum voru búnir að afskrifa hann.Einhverjir  úr forustu flokksins pöntuðu könnun hjá Gallup þegar nýbúið var búið að vera stórt viðtal við  Hönnu Birnu á Stöð 2. Sú könnun sýndi Hönnu Birnu með langmest fylgi sem leiðtoga og Vilhjálm með mjög lítið fylgi. En  Vilhjálmur lætur þetta sem vind um eyru þjóta og býður forustunni byrginn. Hann ætlar að sitja áfram. Nú er eftir að sjá hvort hann réttir sig af eða veldur Sjálfstæðisflokknum miklu fylgistapi.

Að mínu mati gildir einu hvort Vilhjálmur,Hanna Birna eða  Gísli Marteinn eru leiðtogar  íhaldsins í  Rvk.Þau bera öll jafna ábyrgð á  klúðrinu,Rei málinu og samstarfinu  við Ólaf Magnússon sem kostaði borgarstjórastólinn. Þau keyptu Ólaf til fylgis við sig með borgarstjórastólnum. Þau bera öll jafna ábyrgð á því siðleysi. Það hefði því ekki dugað að fórna VilhJálmi. Það hefði þurft að láta þau öll 3 fara en íhaldið hefði ekki þolað það. Þess vegna  verða Hanna Birna og Gísli Marteinn að sætta sig við það að Vilhjálmur sitji áfram.

Björgvin Guðmundsson 


mbl.is Vilhjálmur ætlar að sitja áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sem andstæðingur Sjálfstæðingsflokksins finnst mér þessi niðurstaða hreint frábær. Ennginn andstæðingur er betri en Vilhjálmur! Hann er reyndar gamaldags stjórnmálamaður sem þekkir greinilega ekki sinn vitjunartíma. Unga fólkið í Sjálfstæðisflokknum veit varla hvaðan af sér stendur veðrið en svo virðist sem enginn virðist vilja taka af skarið:

Vilhjálmur: því miður er er tíminn liðinn, þú ert ekki lengur gjaldgengur með hliðsjón af því sem undan er gengið! Þú hefur brugðist okkur í REI málinu þó svo það ætti allt að ganga upp, en ekki á forsendum þeim sem þú gekkst út frá!

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að tapa fyrirfram næstu borgarstjórnarkosningum með þessari ákvörðun Vilhjálms. Því ber að fagna! Svo virðist að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá Reykvíkingum. Hves vegna? Jú þeir gera gera einfaldlega meiri kröfur til stjórnenda sinna en Sjálfstæðisflokkurinn hefur upp á að bjóða! Nú eru sem betur fer margir möguleikar: Dagur sýndi á ótvíræðan hátt hátt að hann er mjög efnilegur sem borgarstjóri framtíðarinnar. Svandís hjá VG hefur einnig sýnt að það eru mikilir mannkostir sem eru að baki henni og hún hefur alla burði, hæfileika og forsendur að axla þá byrði sem fylgir þeirri vegsemd að verða forystufulltrúi Reykjavíkur, allra Reykvíkinga jafnvel borgarstjóri allra!

Svo er eins og sá tími er kominn að Sjálfstæðisflokkurinn eigi engan verðugan forystumann til að axla þá ábyrgð að verða útnefndur réttilegur forystusauður Sjálfstæðisflokksins. Svo er eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé deyjandi flokkur, ekki aðeins í borgarmálum heldur í landsmálum almennt. Dagur sterka stjórnmálamannsins er að baki! N'u er það lýðræðið sem á sitt tækifæri að fá að njóta sín!

Alltaf er gott að hvert stjórnmálaafl viti um sinn vitjunartíma. Sjálfstæðisflokkurinn var einu sinni stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi og hafði oft mjög mikil áhrif. Því miður ekki alltaf holl né góð. Ýms teikn eru á lofti að þessi blómatími Sjálfstæðisflokksins sé liðinn. Allt í einu upplýsist íslensk alþýða að það eru fleiri valmöguleikar en Sjálfstæðisflokkurinn í íslenskum stjórnmálum sem í eina tíð skreytti sig ýmsum skrýtnum slagorðum: „Vörn gegn glundroða : X-D“ sem var algengt slagorð fyrir 30 - 50 árum og fleytti honum vel áleiðis í meirihluta í Reykjavík. Nú er eins og glundroðann sé hvergi annars staðar að finna nema innan þessa sama Sjálfstæðisflokks Þar er hver höndin móti hverri annarri og er það sem öðru vísi fyrrum var. En „sic transit gloria in mundi“ - þ.e. áður fyrr var annað sem var, - nú eru nýir tímar: Tímar nýrra stjórnarathafna þar sem stjornmálaflokkarnir eiga ekki lengur stjórnsýsluna, stjórnkerfið, embættin né framtíðina. Allt þetta er okkar og það er sem í augnablikinu okkar! - - þ.e. ef við viljum nýta okkur þá breytingu sem nú er að gerast í íslensku þjóðlífi í dag!

Góðar stundir góðir hálsar, góða og framsýna framtíð!

Mosi - alias

Guðjón Sigþór Jensson, 22.2.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband