Föstudagur, 22. febrúar 2008
Skiptar skoðanir eru um aukið aðstreymi útlendinga til Íslands. Sumir telja, að aðstreymið hafi verið of mikið og að sporna verði við miklum innflutningi útlendinga til landsins .Uppsveiflan í íslensku efnahagslífi kallaði á aukið vinnuafl og ekki reyndist kleift að mæta mikilli eftirspurn með innlendu vinnuafli. Þess vegna varð að flytja inn erlent vinnuafl í miklum mæli. Samtímis hefur það aukist ,að Íslendingar fáist ekki í ýmis konar þjónustustörf og því eru útlendingar í æ ríkari mæli ráðnir í þau. Um langt skeið hefur verið erfitt að manna frystihúsin með Íslendingum og því er það nú algengt, að Pólverjar og aðrir útlendingar haldi fiskvinnslunni uppi í frystihúsum. Margir hafa áhyggjur af þessari þróun. Og ýmsir öfgamenn vilja banna innflutning á erlendu vinnuafli.Þeir, sem ganga lengst í öfgunum, vilja senda útlendinga aftur úr landi. EES er einn vinnumarkaður Hvað er til ráða í þessu efni? Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og þar er einn vinnumarkaður með frjálsu flæði vinnuafls. Það þýðir, að fólk á EES svæðinu getur komið til Íslands til þess að vinna án þess að framvísa atvinnuleyfi.Fólk frá Austur-Evrópu-ríkum, sem eru í EES, þarf því ekki atvinnuleyfi til þess að fá vinnu á Íslandi. Það getur því komið til Íslands án þess tryggja sér atvinnu fyrst .Er þá ekkert unnt að gera til þess að draga úr straumi erlends vinnuafls frá EES svæðinu?. Jú það er ýmis legt unnt að gera. Það má t.d. setja ýmis skilyrði svo sem að fólk, sem ráðið er til þjónustustarfa, verði að kunna íslensku. Það er eðlilegt krafa, þar eð fólk sem vinnur t.d. á sjúkrahúsum og dvalarheimilum aldraðra verður að geta talað við sjúklinga og vistmenn á íslensku .Sama gildir raunar um afgreiðslustörf og ýmis önnur þjónustustörf. Í dag eru útlendingar að vinna á elliheimilum án þess að tala íslensku og án þess að geta talað við sjúklingana. Það gengur ekki. Ef skilyrði væru sett um íslensku kunnáttu mundi það draga úr straumi erlends vinnuafls hingað og það mundi leiða til þess að menn yrðu að læra íslnesku áður en þeir hæfu störf eða að öðrum kosti að hætta við að vinna hér á landi. Fólk utan EES svæðisins þarf atvinnuleyfi hér á landi og unnt er að neita því um atvinnuleyfi hér ef við teljum orðið of mikið af erlendu vinnuafli í landinu. Fordómar gagnvart útlendingum Nokkuð ber á fordómum hér gagnvart útlendingum.Einkum virðast menn hræddir við Múslima og fólk frá Arabalöndunum.Að vísu er mjög fátt hér um slíkt fólk.En margir virðast telja, að flestir Arabar séu hryðjuverkamenn. Það er auðvitað fráleitt.Og margir vilja kenna útlendingum um allt sem aflaga fer hér í næturlífi. Ef útlendingar eru viðriðnir obeldi á almannafæri eru fjölmiðlar mun dómharðari í þeirra garð en ef Íslendingar eiga í hlut.Auðvitað eru útlendingar, sem setst hafa hér að misjafnir eins og Íslendingar.Það gengur ekki að dæma alla útlendinga, sem hér búa, eftir nokkrum svörtum sauðum.Margir útlendinganna eru ágætis fólk. Það er t.d. látið mjög vel af Pólverjum sem vinnukrafti í frystihúsum landsins og yfirleitt eru þeir ekki til neinna vandræða.
Við skulum ekki vera með neina fordóma gagnvart útlendingum.
Björgvin Guðmundsson
Athugasemdir
Sammála því að fordómar eru ævinlega skaðlegir. Varkárar skoðanir á hömlulausum innflutningi fólks frá löndum með lágt atvinnustig þurfa ekki að vera tengdar fordómum af neinu tagi.
Ég bendi þér á nýlegar bloggfærslur Þórs Þórunnarsonar sem birtar eru nú á Vísir.is. Slóðina má finna með því að slá upp nafni hans hér á moggablogginu.
Árni Gunnarsson, 23.2.2008 kl. 00:55
Sammála, við eigum ekki að vera með fordóma heldur læra af reynslunni, okkar og annara. Reynslana hefur kennt okkur að Pólverjar hafa reynst ágætlega, það sama verður ekki sagt um fólk af öllum þjóðernum.
Sigurður Þórðarson, 23.2.2008 kl. 02:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.