Laugardagur, 23. febrúar 2008
Þorsteinn Már tekur til hendinni
Þorsteinn Már Baldvinsson, nýkjörinn formaður stjórnar Glitnis segir að meðan hann sitji sem formaður, verði ekki gerðir frekari starfslokasamningar. Því megi viðskiptavinir og hluthafar Glitnis treysta.
Þorsteinn útilokar ekki að síðar verði gerðir kaupréttarsamningar við starfsmenn bankans, en segir að slíkir samningar verði háðir því að raunverulegur árangur náist. Ég tel að starfsmenn eigi að hafa ávinning af því þegar fyrirtæki gengur vel, segir Þorsteinn Már.
Það ber að fagna því að Þosteinn Már taki til hendinni sem stjórnarformaður Glitnis.Hann hefur sýnt það sem framkvæmdastjóri og aðaleigandi Samherja,að hann er duglegur og hæfileikaríkur stjórnandi.Enginn vafi er á því að hann getur látið gott af sér leiða hjá Glitni. Háir starfslokasamningar og kaupréttarsamningar þar og hjá öðrum bönkum hér eru komnir langt
út fyrir eðlileg mörk og hafa rýrt trú almennings á bankana.Ekki veitir af að endurvekja tiltrú almennings hér og erlendis á
islenska banka.
Björgvin Guðmundsson
Ekki fleiri starfslokasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.