VG ræðst á Samfylkinguna

Blikur eru á lofti í heilbrigðismálum, segir varaformaður Vinstri grænna og brýnir flokksmenn til að veita stjórnvöldum áfram aðhald. Hann gagnrýnir Samfylkinguna fyrir stóriðjustefnu og innantóm loforð um stóriðjuhlé.

Flokksráð vinstri grænna kom saman til fundar á Hótel Loftleiðum síðdegis í gær. Varaformaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir, hélt setningarræðuna en skilaboð hennar voru að brýna flokkssystkini sín til að veita stjórnvöldum áfram aðhald og standa fyrir hugmyndafræðilegri endurnýjun.

En hún sendir stjórnarflokkunum líka tóninn og segir Samfylkinguna hafa flotið í gegnum stjórnarsamstarfið með því að benda á Sjálfstæðisflokkinn þegar miður fer og baða sig í nýjum ljóma ráðherradóms og valda án þess að taka ábyrgð á verkum ríkisstjórnarinnar. Á hverjum degi heyrist Samfylkingarfólk tala eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé höfuðandstæðingar, bætir Katrín við.

Hún spyr meðal annars hvað hafi orðið um kosningaloforðið fagra Ísland.

Það vekur athygli,að Vinstri grænir skuli gera  harða árás á Samfylkinguna.Enda þótt Samfylkingin sé tímabundið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eru Samfylkingin og VG tvær greinar á sama meiði. Báðir flokkarnir eru í raun jafnaðarmannaflokkar og í raun ætti VG að  vera í Samfylkingunni og svo hefði orðið ef innanflokksátök milli Margrétar Frímannsdóttur og Steingríms J. í Alþýðubandalaginu hefðu ekki leitt til annarrar niðurstöðu. En skynsamlegast væri fyrir VG að beina spjótum sínum að öðrum flokkum. Ef þessi flokkar eiga að geta starfað saman í framtíðinni  er betra að þeir ráðist ekki harkalega hvor á annan.

Samfylkingin hefur ekkert breytt um stefnu   í stóriðjumálum frá því í kosnningunum. Samfylkingin eða ríkisstjórnin hafa ekki samþykkt neinar nýjar álverksmiðjur eða aðra stóriðju. Umhverfisráðherra á enn eftir að úskurða um umhverfismat vegna  álverksmiðju í Helguvík. Árás VG á Samfylkinguna er því gerð á rögum forsendum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband