Aldraðir: Af hverju bætir ríkisstjórnin ekki kjör þeirra,sem verst standa?

Ríkisstjórnin hefur  ákveðið að bæta kjör þeirra ellilífeyrisþega,sem eru  á vinnumarkaðnum.Það er gott svo langt sem það nær. En þessi hópur eldri borgara  er ekki sá hópur aldraðra,sem verst er staddur. Þessi hópur býr við þokkaleg kjör,þar eð hann hefur heilsu til þess að vinna þrátt fyrir ellilífeyrisaldur. En  það eru um 10.000 eldri borgarar,sem búa við kjör, sem eru undir fátæktarmörkum. Þeir hafa lífeyri á bilinu 118 þúsund á mánuði  -130 þúsund á mánuði eftir skatta. Það lifir enginn mannsæmandi lífi á slíkum kjörum.Hvers vegna er ekki byrjað á því að leiðrétta kjör þessara eldri borgara? Það er brýnasta verkefnið. En það er ekkert gert í því.Það tekur því ekki að nefna í þessu sambandi  25 þús. krónurnar ( les: 8 þúsund krónur),sem þeir eiga að fá 1.júlí n.k.,sem ekki hafa neitt  úr  lífeyrissjóði. Eftir skatta og skerðingar verða 8 þúsund krónur eftir af þeirri upphæð. Þetta er því sýndarframlag,sem mjög fáir fá.

Ég skal svara þeirri spurningur hvers vegna ríkið byrjar á því að bæta kjör þeirra,sem eru á vinnumarkaði. Það er vegna þess að sú ráðstöfun að draga úr skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna aldraðra kostar rikið  ekki neitt. Ríkið fær kostnaðinn af þeirri ráðstöfun allan til baka í auknum skatttekjum. Samkvæmt útreikningi Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst fær ríkið 4 milljarða í auknum skatttekjum,ef 30% eldri borgara  fer á vinnumarkað.

Er ekki kominn tími til  þess,að ríkisstjórnin hugsi um það hvað eldri borgurum er fyrir bestu í stað þess að hugsa alltaf um það hvað ríkinu er fyrir bestu eða á hverju ríkið græði mest.Er ekki kominn tími til að efna kosningaloforðin við eldri borgara?

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband