Ferðamenn fái að taka meira með sér tollfrjálst til landsins

Ferðamaður sem kemur hingað til lands má hafa með sér þrjú kíló af matvörum og vörur fyrir að hámarki 46 þúsund krónur.

„Ég tel að það eigi að leita leiða til að hækka hámörkin svo þau endurspegli raunveruleikann, þ.e. hvað geti talist eðlilegt að ferðamaður hafi með sér til landsins án þess að hann sé að flytja inn vörur í ábataskyni,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.

Viðskiptaráðherra hreyfir hér þörfu máli. Núgildandi reglur eru úreltar. Björgvin G.Sigurðsson hefur verið duglegur við að hreyfa ýmsum umbótamálum,svo sem afnámi stimpilgjalda. Hann á þakkir skilið fyrir það.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Telur tollafríðindin ekki í samræmi við veruleikann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Hver er nákvæmlega þörfin að mismuna þegnunum meira en nú er. Þeim sem annars vegar vinnu sinnar eða efnahags geta ferðast oft milli landa og hins vegar hinna sem versla í í gegnum netið eða bara í búðum hérna heima og skapa með því atvinnu.

Landfari, 23.2.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband