Félag eldri borgara:Enn langt í land

Félag eldri borgara í Reykjavík (Feb.)hélt fjölsóttan aðalfund í dag. Margrét Margeirsdóttir,formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins sl. starfsár. Hún fagnaði ýmsum umbótum í málefnum eldri borgara á árinu svo sem flutningi á málaflokknum til félags-og tryggingamálaráðuneytis. Hún kvað einnig minni tekjutengingar til bóta en sagði,að  enn væri langt í land að öll markmið  samtaka eldri borgara næðust. Hún minnstist m.a. á  skerðingar vegna lífeyrissjóðstekna í því sambandi. Kvað hún félagsmálaráðherra hafa lofað  að beita sér fyrir úrbótum í því efni en þær hefðu ekki komið enn.

Samþykkt var að hækka ætti  lífeyri eldri borgara í sem svarar neysluútgjöld samkvæmt könnun Hagstofu Ísland en það  þýðir 226 þúsund króna lífeyri á mánuði fyrir einhleypinga,fyrir skatta.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband