Laugardagur, 23. febrúar 2008
Við þurfum umboðsmann aldraðra
Á aðalfundi FEB í Reykjavík í dag var samþykkt að skora á ríkisstjórnina að stofna embætti umboðsmanns aldraðra. Samfylkingin var einnig með það mál á stefnuskrá sinni fyrir síðustu kosningar.
Verkefni umboðsmanns aldraðra yrði að fjalla um réttindamál aldraðra og réttindabrot gagnvart þeim. Í dag koma iðulega upp slík mál,sem enginn í stjórnsýslunni telur sig eiga að sinna.Það er orðin brýn nauðsyn að fá umboðsmann aldraðra,þar eð viðhorf stjórnvalda hér til aldraðra er mjög neikvætt,gagnstætt því sem er á hinum Norðurlöndunum.Stjórnvöld hér reyna alltaf að komast hjá því að veita öldruðum sjálfsögð réttindi og sómasamleg kjör.Stefna stjórnvalda gagnvart öldruðum hér virðist alltaf vera sú að gera eins lítið og mögulegt er og að draga hlutina eins lengi og nokkur leið er.Þetta mundi væntanlega breytast ef umboðsmaður aldraðra væri starfandi. Slíkur umboðsmaður mundir þá gæta réttinda aldraðra gagnvart stjórnvöldum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.