Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Íslensk stjórnvöld draga lappirnar í mannréttindamáli
Íslensk stjórnvöld hafa ekki enn orðið við tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðsins varðandi fullnustu dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá haustinu 2004 en farið verður yfir málið með fullnustudeildinni í lok næsta mánaðar.
Ráðherranefnd Evrópuráðsins telur eðlilegt að íslensk stjórnvöld hafi samband við félaga í Lífeyrissjóði sjómanna, sem urðu fyrir ákveðinni skerðingu á lífeyrisréttindum vegna lagasetningar 1994, og upplýsi þá um hugsanlegan rétt til bóta í kjölfar dóms haustið 2004. Þá komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með því að svipta íslenskan sjómann bótalaust áunnum og virkum lífeyrisréttindum með lagasetningu.
Á heimasíðu ráðherranefndarinnar kemur fram að 53 íslenskir sjóðsfélagar eigi hugsanlega rétt á bótum vegna fyrrnefndrar skerðingar. Hingað til hefur afstaða íslenskra stjórnvalda verið sú að þau eigi ekki að hafa samband við þessa menn og hefur verið vísað til þess að ógerningur sé að finna þá sem þurftu að þola nákvæmlega sömu skerðingu og kærandinn í fyrrgreindu máli. Einnig hefur verið nefnt að dómurinn hafi verið þýddur á íslensku og birtur á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins.
Það er til skammar,að Ísland skuli ekki hafa orðið við tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðsins varðandi fullnustu dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá 2004.Íslenskur sjómaður var sviptur áunnum lífeyrisréttindum með lagasetningu.Það var brot á mannréttindasáttála Evrópu. Ísland virðist eiga erfitt með að halda í heiðri mannréttindi. Það þarf að verða breyting þar á.
Björgvin Guðmundsson
é
Ógerningur að verða við tilmælunum Evrópuráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.