Lék Vilhjálmur á forustuna?

„Í samkomulagi F-listans og Sjálfstæðisflokksins er gert ráð fyrir því að ég taki stól borgarstjóra en því er ekki að leyna að í vetur hefur staðið mikill styr um mig. Sumt af því sem valdið hefur þessu á ég skilið en annað á ég alls ekki skilið og þetta hefur eðlilega verið mjög erfiður tími fyrir alla; flokkinn, mig persónulega og fjölskyldu mína og alla borgarfulltrúana og þeirra fjölskyldur.

 Þetta hefur verið átakatími sem hefur reynt á okkur öll og ég hef stundum undrast það í öllu þessu moldviðri hvað maður hefur mikinn styrk. Ég hef hvorki brotnað né bognað en þetta hefur tekið mikið á og ég hef reynt að halda sjó allan þennan tíma,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, í viðtali við Mbl. en eins og fram kemur í yfirlýsingu sem Vilhjálmur sendi frá sér í gær hefur hann ákveðið að sitja áfram sem oddviti flokksins og formaður borgarráðs.

Ákvörðun um það hver verður borgarstjóri verður að sögn Vilhjálms tekin þegar nær dregur.

„Í ljósi alls þessa og þeirrar umræðu sem verið hefur og efasemda fólks um að ég eigi að setjast í stól borgarstjóra finnst mér eðlilegt að borgarstjórnarflokkurinn allur fái tækifæri til þess að ákveða í sameiningu hver verður borgarstjóri fyrir hönd flokksins. Þetta geri ég til að tryggja að allur hópurinn fái að koma að þessari ákvörðun á nýjan leik,sagði Vilhjálmur. 

Framangreint hefur verið túlkað þannig,að Vilhjálmur  ætli sér ekki að verða borgarstjóri. En það er ekki rétt. Það stendur hvergi í yfirlýsingu hans.Hann hefur einungis sagt,að hann vilji að fjallað verði m það  á ný í borgarstjórnarflokknum hver eigi að verða borgarstjóri. Áður var búið að áhveða ,að  Vilhjálmur ætti að verða borgarstjóri eftir rúmt ár. Sú ákvörðun er fallin úr gildi. Það verður tekin ný ákvörðun en hvort Vilhjálmur verður þá í kjöri kemur síðar í ljós. Ef Vilhjálmur stendur sig   vel  á því ári sem fer í hönd eru allar likur á að hann bjóði sig fram nema gerður hafi verið  einhver baksamningur um að hann mundi hætta þá og verða t.d. sendiherra í Kanada.Það kemur í ljós.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is „Hef hvorki brotnað né bognað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband