Ríkið lækki bensín um 11,55 kr.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að tekjuaukning ríkissjóðs vegna eldsneytissölu frá fyrra ári verði að óbreyttu á annan milljarð króna í formi virðisaukaskatts og vill að vörugjald á eldsneyti verði fellt niður tímabundið eins og gert hafi verið vorið 2002. Þá myndi bensínlítrinn lækka um 11,55 kr.

Olíuverð á Íslandi er í sögulegu hámarki um þessar mundir og hefur útsöluverðið hækkað um 25% frá því á sama tíma í fyrra. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að gera megi því skóna að það eigi enn eftir að hækka mikið því sagan sýni að verðið sé alltaf hæst á vorin og sumrin þegar eftirspurnin sé mest.

Þessi tillaga FÍB er mjög góð. Það er ekki unnt að leggja þetta háa verð á bensíni á bíleigendur. Það er áreiðanlegt,að margir eru nú að hugsa um að leggja bílum sínum eða að draga verulega úr akstri vegna hins háa bensínverðs. Þess vegna verður ríkið   að koma  til móts við bíleigendur með þvi að fella niður vörugjald af eldsneyti tímabundið.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Vilja að ríkið felli vörugjaldið niður um tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband