Skattleysismörk verði 150 þúsund á mánuði

Á aðalfundi Félags eldri borgara í Rvk. var samþykkt að hækka ætti skattleysismörk í 150 þúsund á mánuði.Á þessi breyting að koma til framkvæmda í áföngum og vera að fullu komin til framkvæmda næsta ár og þá með vísitöluhækkunum. Skattleysismörkin eru í dag 95 þúsund á mánuði og eiga að hækka næsta ár um 5800 kr. samkvæmt  yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.Alls eiga þau að hækka í 115 þúsund á 3 árum. Það er alltof lítið að mati Félags eldri borgara. Félagið telur 150 þúsund á mánuði lágmark.

Kjör eldri borgara mundu batna mikið ef farið væri að kröfu eldri borgara. Í dag fær einhleypur  eldri borgari 130 þúsund á mánuði frá almannatryggingum en af því borgar hann 12 þúsund í skatta.Sá skattur  félli  niður ef krafa eldri borgara væri samþykkt. Fyrir síðustu kosningar  boðaði  Samfylkingin að  skattleysismörkin ættu að  fara í 150 þúsund á mánuði í áföngum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur greinlega ekki getað fallist á það í ríkisstjórninni. Það er ekki nóg að tala fallega til kjósenda fyrir kosningar. Það þarf að standa við það sem sagt er.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband